Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1954, Síða 18

Andvari - 01.01.1954, Síða 18
14 Jón Eyþórsson ANDVARI manna í samráði við stjórn Háskólans til þess að undirbúa kennslu í verkfræði. Um þátt Steinþórs í þessum málum leyli ég mér að tilfæra kafla úr minningargrein, er dr. Trausti Einarsson ritaði um Steinþór í árbók Háskólans 1947/48: „Steinþór var yfirleitt manna bjartsýnastur á nýjar fram- kvæmdir, en á skólamálum sá hann margar bliðar, og hann skil- aði minnihlutaáliti um verkfræðikennsluna, þar sem hann ásamt Einari B. Pálssyni réð frá því, að síðara hluta námið yrði flutt inn í landið. Þessi niðurstaða mun síðar hafa haft veruleg áhrif, er verkfræðideildin var stofnuð og horfið var frá síðara hluta kennslu fyrst um sinn. Er verkfræðikennsla hófst við Háskólann, tók Steinþór að sér eðlisfræðina og hélt þeirri kennslu að mestu til dauðadags. Enn fremur kenndi hann landmælingu til síðara bluta prófs þeirn eina árgangi, sem hér tók fullnaðarpróf í verk- fræði. Steinþór var glöggur á vandamál og þarfir verkfræðideild- arinnar, og það álit, er hann naut meðal samkennara, má nokkuð marka af því, að hann var kosinn formaður nefndar, sem Há- skólinn og Verkfræðingafélagið skipuðu í sameiningu til þess að gera uppkast að reglugerð fyrir deildina, er hún var stofnuð að lögum. Enn fremur átti hann sæti í dómnefnd um umsóknir um prófessorsembættin við stofnun deildarinnar. Sem kennari var Steinþór sanngjarn og vel látinn, og hann hafði sérstakt yndi af að fræða aðra. Þess gætti ekki aðeins í kennslustundum, heldur yfirleitt þar sem Steinþór var með öðr- um. Hann liafði gott minni og skýra framsetningu og liðuga. En þó gat hraðinn, sem einatt einkenndi hann, valdið nemönd- um erfiðleikum, þegar um erfitt efni var að ræða“. Hér hefur í stuttu máli verið rakinn kennsluferill Steinþórs við fjórar menntastofnanir í 7 ár. A kennarabraut sinni nýtur hann vaxandi trausts og aukins frama. Kennslan var honum auðveld, og hann hélt hverjum manni betri reglu í kennslustund- urn, án þess að beita aga. Enginn nemandi mundi bafa látið sér detta í bug að koma Steinþóri í bobba með óvæntri spurningu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.