Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 13

Andvari - 01.01.1953, Page 13
andvari Gunnlaugur Claessen 9 sulla vegna ófullkominnar röntgentækni, eða gert inn í hægra lunga gegnum þindina. Enn segir hann frá röntgengreiningum dr. Claessens á sullum í beinum. — Heildardómur próf. Forsells um rit dr. Claessens um röntgen-, radium- og ljóslækningar er sá, að þau sýni „bæði þekkingu höfundarins, nákvæmni og ágæta dómgreind, en jafnframt hve geislalækningar eru full- komnar í Reykjavík". Meðal starfa Gunnlaugs Claessens á geislalækningasviðinu voru geitnalækningar hans, og þeim var aftur tengd barátta hans fyrir því, að geitnasjúklingunum yrði gert kleift að njóta lækn- inganna, með því að styrkja þá til að standast kostnaðinn, sem þær höfðu í för með sér. Lækningar á geitum með röntgengeisl- um hafði hann byrjað þegar 1915 og fengið góðan árangur. En honum varð æ Ijósara, að mörgum, líklega miklum meiri hluta geitnasjúklinga, væri ekki kleift að notfæra sér þær fyrir fá- tæktar sakir. Hann taldi því miklu varða, að þeim yrði veittur nauðsynlegur styrkur af almannafé til að standast lækninga- kostnaðinn, og það því fremur sem margir þurftu að ferðast langar leiðir og vera langdvölum frá heimili sínu til að geta orðið lækningar aðnjótandi. En til þess að von gæti verið um, a§ styrkur fengist, var undirbúnings þörf; meðal annars þurfti að afla vitneskju um fjölda geitnasjúklinga á landinu. Tækifærið gafst á aðalfundi Læknafélags íslands 1921, þegar Guðmundur Hannesson bar þar upp og fékk samþykkta tillögu um, að heraðs- læknar tækju upp samrannsóknir um ýmis heilbrigðismal. Nefnd var kosin til að velja tvö fyrstu viðfangsefnin og vinna ur væntan- legum skýrslum héraðslækna um þau, og hlutu kosningu i hana Guðmundur Hannesson, Gunnlaugur Claessen og Guðmundur Thoroddsen. Mun það hafa verið fyrir atbeina Gunnlaugs, að annað verkefnið, sem nefndin valdi, var að safna skýrslum um sjúklinga með geitur hér á landi. Seinna á árinu ritaÖi hann stutta grein í Læknablaðið til leiðbeiningar um þessar rannsókn- ir. Tilgang þeirra kvað hann vera, ,,að finna alla geitnasjúklinga á íslandi og gera síðan ráðstafanir til að lækna þá, með öðrum

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.