Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 14

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 14
10 Sigurjón Jónsson ANDVARI orðum: aS útrýma favus hér á landi". Þegar skýrslurnar höíðu borizt nefndinni árið eftir, ritar hann enn grein í Læknablaðið um þetta efni og skýrir frá niðurstöðum rannsóknarinnar og því um leið, að nefndin hafi skrifað landstjórninni um þær og skorað á hana að leggja fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga um, að efnalausir geitnasjúklingar verði styrktir til að leita sér lækninga með sama eða svipuðu móti og berklasjúklingar, eða sjá geitna- sjúkum fyrir styrk með öðrum hætti. Stjórnin vékst vel við þessu og hafði forgöngu um, að Alþingi 1923 veitti fé í fyrsta sinn i þessu skyni á fjárlögum fyrir næsta ár, og síðan var því fram haldið árlega, meðan þörf krafði; styrksupphæðin fór þó lælck- andi eftir fáein ár, vegna þverrunar aðsóknar að lækningunum, en hún stafaði af fækkun geitnasjúklinga í landinu. Var svo komið eftir 8 ár frá því, er fé var veitt í fyrsta sinn til styrktar geitnasjúkum, að heildarupphæð styrktarfjárins var aðeins áætl- uð 1/10 af því, sem veitt var fyrsta skiptið í þessu skyni. Um framkvæmdir dr. Gunnlaugs í þessu máli segir próf. Forsell í áðurnefndri minningargrein: „Afrek Claessens í röntgenmeðferð geitna hafa vakið sérstaka athygli. Frásögn um þau hefur birzt á ensku í Acta Radiologica 1937. Þau eru þess virði, að hver sá, sem hefur þann sjúkdóm til meðferðar, kynni sér þau. Með lækn- ingaraðferð, sem í höndum hans var mjög árangursrík, sívax- andi eftirliti og fómfúsri umhyggju fyrir sjúklingunum, náði hann árangri í röntgenmeðferð geitna, sem kalla má einstæðan . . . Með kröftugum áróðri og fræðslu í dagblöðum ásamt ágætri skipu- lagningu á leit að geitnasjúklingum og ötullegu eftirliti tókst honum að losa landið við geitur sem landlægan sjúkdóm. Nú finnast geitnasjúklingar aðeins með ára millibili". En það var öðru nær en dr. Gunnlaugur byndi starf sitt á sviði heilbrigðismála við sérgrein sína eina og það, sem honum tókst að afreka á hennar sviði, enda segir próf. Forsell réttilega, að til þess að geta metið að fullu starf hans sem læknis og vís- indamanns, verði að hafa það í huga, „að nær öll störf hans á röntgensviðinu voru liðir í stærri baráttu í heilbrigðismálunum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.