Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 26

Andvari - 01.01.1953, Page 26
ANDVARI Á mótum gamals tíma og nýs. Eftir Þorkel Jóhannesson. Rúm hundrað ár eru nú liSin síSan ÞjóSfundurinn, senr allir íslendingar kannast viS, kom saman í húsi LærSaskólans í Reykjavík. Þessum fundi lauk meS því, aS fulltrúar þjóSar- innar, sem þar voru saman komnir, mörkuSu fasta stefnu í frelsisbaráttu þjóSarinnar, sem leiddi loks til fullrar sjálfstjórnar og sjálfstæSis meS sambandssamningnum 1918. Um þessa baráttu hefir margt veriS skrifaS, en bezt og ýtarlegast í riti dr. Bjöms ÞórSarsonar, Alþingi og frelsisbaráttan, er út kom 1951. Eg nefni þá bók hér, af því mér er ekki grunlaust um, aS benni hafi enn ekki veriS gefinn sá gaumur af fjölda manna, er sam- bjóSi henni og því viSfangsefni, sem þar eru ágæt skil gerS. Hér á eftir fara nokkrar athuganir um þjóShagi í landi voru fram undir þaS aS sjálfstæSisbaráttan hefst. Tilgangurinn meS því er aS leiSa í ljós, hversu þjóSin var þá á vegi stödd um atvinnuefni sín og aSra hagi, í þann mund er hún lét sig fyrst dreyma um aS taka stjóm og alla forsjá innanlandsmálanna í sínar hendur. Ég hefi kosiS aS miSa frásögn þessa aS nokkru viS áriS 1835, en ekki verSur hún samt fastlega skorSuS viS þaS ár, enda er henni í rauninni ætlaS aS gefa svipmynd af al- mennum högum þjóSarinnar fram um miSja 19. öld. ÁriS 1835 lætur heldur ekki mikiS yfir sér. ÞaS er eitt í röS margra viSburSasnauSra ára, þar sem hver dagur er öSrum líkur, allt virSist standa í staS, þegar fljótt er á litiS. Og aS vísu breytir þetta ár svo sem engu, setur engin áherandi skil. Samt

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.