Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1953, Side 46

Andvari - 01.01.1953, Side 46
42 Þorkell Jóhannesson ANDVARI danska landbúnaðarfélaginu fyrir afrek í garðyrkju, jarðabótunr °g upptöku nýbýla, væntu margir, að upp myndi renna ný fram- faraöld í íslenzkum landbúnaði. Skorti og ekki á, að eftir væri fylgt með viturlegum leiðbeiningum, fræðslu og hvatningum í prentuðum bókum og ritgerðum, sem hér skyldi að styðja. Þetta fór þó mjög á aðra leið en til var stefnt. Um það bil sem viðrétt- ingin eftir fjársýkina og fjárskiptin 1772—79 var nokkuð á veg komin og vænta mátti, að hag bænda myndi innan fárra ára rétta við að fullu og afkorna landslýðsins myndi síðan fara batn- andi, eftir því sem framförum í búnaði miðaði áfranr, skall ógæf- an yfir. Móðuharðindin 1783—1784 gerðu eigi aðeins slíkt skarð í bústofn landsmanna að fimum sætti, heldur kipptu þau yfir 9 þús. manns í gröfina. Fellistjónið varð víða um og yfir 70%, en manntjónið í heild sinni um 20%, og er þá ótalið það afskap- lega afhroð, sem þjóðin galt í líkamlegu og andlegu kvalræði og volæði mikils fjölda rnanna, sem skrimtu af hörmungar þess- ara ára. Fram til þessa höfðu allar tilraunir til umbóta á högum þjóð- arinnar stuðzt við forsjá ríkisvaldsins. Jafnvel verzluninni, konungs- verzluninni síðari 1774—1787, var af stjórnarinnar hálfu öðrum þræði ætlað að vera þáttur í því kerfi áætlana og ráðstafana, sem skapa átti íslenzku þjóðinni nýja og fegurri framtíð. Nú bar að í einu hrun allra hinna fyrri áforma um' framfarir íslands og nokkuð gagngera stefnubreytingu í atvinnu- og fjármálum ríkis- ins, er ný ríkisstjórn settist að völdum í Danmörku á öndverðu ári 1784. Hin fyrri stjórn hafði trúað á íhlutun ríkisvaldsins um öll efni þegnanna, verndartolla, einkaleyfi og einokun. Hin nýja stjórn hallaðist að frjálsri verzlun, hæfilega miklu svigrúmi fyrir framtak einstaklingsins, og þar með taldi hún, að ríkisvaldið ætti að hafa sem minnst bein afskipti af efnahagsmálum þegnanna, að öðru leyti en því sem tilheyrði viturlegri löggjöf og góðri regm í samskiptum manna. Gagnvart íslendingum kom stjórnarstefna þessi frarn í afnámi hinnar gömlu kaupþrælkunar 1787. Með sölu stólsjarðanna 1785 og fram um aldamótin 1800 var öðrum þræði

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.