Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1953, Side 47

Andvari - 01.01.1953, Side 47
andvari 43 Á mótum gamals tíma og nýs stefnt að því að auka sjálfsábúð í landinu og efla með því land- búnaðinn. Jarðræktarlögin frá 1776 voru byggð á því, að bænd- ur væru skyldaðir til ákveðinna afkasta í jarðabótum árlega. Þessi lög voru nú lögð til bliðar, en í stað þeirra og ýmsra þvílíkra fyrirmæla binnar fyrri ríkisstjórnar var í nýju verzlunarlögunum frá 1787 óspart hampað fyrirheitum um verðlaun fyrir afrek í búnaði, útgerð og handiðnum. Fríhöndluninni var ætlað að rýmka kjör landsmanna til mikilla muna, en við það myndi áhugi þeirra og bolmagn til nýrra átaka og framfara í öllum atvinnuefnum fara vaxandi. Fyrirheit stjómarinnar um verðlaun og aðrar náðar- veitingar vísuðu hér leiðina. Verðlaun lyrir þilskipaútgerð, báta- smíðar, notkun nýrra veiðarfæra og bætta verkun allans blöstu við þeim, er sjóinn sóttu. Umbun fyrir garðyrkju, hverskonar jarðabætur og aðra framtakssemi í búnaði blasti við hverjum dugmiklum bónda. Handiðnum var auðvitað ekki gleymt. Með verzlunarlögunum var stefnt að því að koma á fót kaupstöðum, er vera skyldi höfuðaðsetur iðnaðarmanna, og þeim heitið ýmiss konar fríðindum, en ungu fólki, er nema vildi handiðnir erlendis, var veitt margskonar fyrirgreiðsla. Allt leit þetta laglega út og gagnvænlega. Engu var gleymt, nema ef til vill því, að þjóð, sem komin er á heljarþröm með öll sín efni, eins og íslendingar voru næstu árin eftir móðuharðindin, þarf tíma til að jafna sig, tjma til að ná sér aftur á strik, jafnvel |rótt allt gengi að óskum, en því næst rnyndi henni miða ofboð hægt á vegi framfaranna. En hér fór engan veginn allt að óskum. Viðbrigðin frá einokun Þl fríhöndlunar voru mikil. Einokunin hafði haldið verðlagi niðri. Nú hækkaði verðlagið í landinu stórum, en eigi höfðu allir af því jafnan hagnað og minnstan þeir, sem fátækastir voru, kotbændur og vinnufólk og svo launamenn, er fengu laun sín greidd í peningum, er stöðugt féllu í verði. Tímarnir voru við- sjarverðir, sífelldar styrjaldir erlendis upp úr 1790, viðskipti ^iHi landa ótrygg, verðsveiflur miklar og háskasamlegar. Stór- gróði á aðra hönd, en á hina hvínandi tortíming. Brall og spá- Eiupmennska lék við lausan taum. LTr þessum jarðvegi vex frí-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.