Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 52

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 52
48 Þorkell Jóhannesson andvari vinnuaflsins milli búnaðar og sjávarútvegs því, að jarðirnar voru vanræktar. Hér var margt til tafar. Hn mikið hafði áunnizt og meira stóð til. Sú kynslóð, sem stóð í broddi lífs síns 1835 og fram urn miðja öldina, var hin fyrsta kynslóð á íslandi um langan aldur, sem átti því láni að fagna að finna krafta sína vaxa við batn- andi efnahag og öðlast svigrúm fyrir þessa krafta. Mikils var vert urn eflingu bjargræðisveganna, fengsælli útveg og auðugri bú. En mestu máli skipti, að þjóðin var tekin að ranka við sér, fæð- ast á ný til lifandi heildar. Um langan aldur hafði ísland naum- ast lifað nema í kvæðum nokkurra skálda, í hjarta örfárra stjórn- málamanna og umkomulausra fræðimanna og stúdenta. Þjóðin var moluð niður í einstaklinga, sem áttu sér enga stærri heild en heimahreppinn. Sjálft landið var aðeins hluti af annarri heild, ríkinu, og í raun og veru aðeins óljóst hugtak, sem stöku sinnum ónáðaði fáeina skrifstofumenn suður í Kaupmannahöfn til vafa- samra bréfagerða. Það er í sjálfu sér örðugt að gera sér grein fyrir þeirri breytingu, sem hér verður: Hún líkist því, sem í ævintýrum greinir um lausn úr álögum. Árið 1835 táknar hér ekkert sérstakt. Það er að vísu fæðingarár mesta athafnamanns þjóðarinnar á ofanverðri öldinni og fram um aldamótin 1900, Tryggva Gunnarssonar, og andríkasta skáldsins, Matthíasar Jochumssonar, en enginn veit að hverju gagni barn verður og sízt árið, sem Ijær þeim sitt fyrsta ljós. Meiri tíðindi rnyndi það teljast, að á þessu sumri birtist 1. árgangur Fjölnis, og um haustið mættu fulltrúar af íslands hálfu á stéttaþingi í Hróars- keldu til skrafs og ráðagerða um almenn mál. Hvort tveggja var nýstárlegt. Fáum árum fyrr hafði ungur stúdent í Kaup- mannahöfn, Baldvin Einarsson, borið fram hugmyndina um ser- stakt fulltrúaþing á íslandi, Alþingi endurreist. Nú var Baldvin dáinn, en Fjölnismenn höfðu reist við merki hans. Á þessu sumri hafði hin brennandi herhvöt Jónasar Hallgrímssonar, ís- land, farsælda frón, bergmálað í hjörtum fjölda íslendinga, er áður höfðu lítt eða ekki leitt hugann að því líku efni. Tómas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.