Andvari - 01.01.1953, Page 56
52
Magnús Már Lárusson
ANDVARI
Fróðá færi út á Nes eftir skreið sinni við sjötta mann á teinær-
ingi, en á heimleiðinni týndust þeir fyrir Ólafsvíkurenni.11)
Og í Grettissögu segir frá ferð Atla, bróður Grettis, út á Snæ-
fellsnes tii skreiðarkaupa.12) Skreiðarsalan á Snæfellsnesi kemur
og fram í Bjarnar sögu Hítdælakappa og Bárðar sögu Snæfells-
áss.13)
Sjósókn hefur því verið stunduð þar frá fyrstu tíð, og er það
að vonum. Það sést og af Bárðar sögu og Víglundar sögu.14) í
Bárðar sögu er varðveitt hin ramma þjóðsaga af Hettu í Ennis-
fjalli og Ingjaldi á Hóli, sem allir kannast við og er merkileg
heimild um sjósókn á fyrra hluta miðalda á íslandi.
Hinar upphafiegu Höskuldsár virðast snemma hafa fengið
heitið Höskuldsstaðir, sé miðað við aldursröð heimildanna, sem
getur að ofan. En þar eð skilyrðin til framfærslu og lífsafkomu
eru þarna góð og stutt að sækja á hin beztu fiskimið, hefur
jörðinni mjög snemma verið skipt í Keflavík, Hellu og Hraun-
skarð. í Víglundar sögu er talað um Kjölvöru hina fjölkunnugu,
er bjó í Hraunskarði og gerði veður gegn þeim Víglundi, Trausta
og Birni.18) Að vísu er heimild þessi ekki eldri en aðrar, sem
til eru um heitið Hraunskarð. En jafnvel þótt Víglundarsaga sé
skáldskapur einber, þá ætti nafngiftin Kjölvör í Hraunskarði að
benda til þess, að heitið Hraunskarð hafi þá ekki nýlega verið
tekið upp. Má geta þess, að í skrá um landamerki Þrándarstaða
og Ingjaldshóls, sem talið er, að sé að stofni til frá því um 1280,
en er ekki til í eldra afriti en frá árinu 1606, eru nefndir Hraun-
skarðsmenn, Hellumenn og Keflvíkingar.10)
Helgafellsklaustur eignaðist tiltölulega skjótt helztu jarðimar
á Snæfellsnesi utanverðu, sem útræði fylgdi, enda vom kaup a
slíkum jörðum einhver öruggasta ávöxtun fjámruna. Má hér
nefna Gufuskála hálfa þegar um 1274, en hina hálflenduna átti
kirkjan að Staðarstað. Ennfremur Héðara Lón (Litla Lón), Hellu
í Beruvík, Garða, Saxhól, Hólahóla, Skarð, Vaðstakksheiði, Foss
(Sveinsstaðir). Öndverðarnes átti Hítardalskirkja þegar um árið
1354. (D.I. II, 849, III, 84, 201, 322-24, 326, IV, 166, 171,