Andvari - 01.01.1953, Qupperneq 61
andvari
Milli Beruvíkurhiauns og Ennis
57
ur og heim við Jarðabókina, sem nefnir Kjalvegsbúð á Brekkum,
og segir, að hún hafi verið frí búðarstaða frá Kjalveg.47)
Um Ingjaldshól er sagt í skjali þessu, að hann eigi búðir
sínar í Gerðurn. Gerði virðist einnig týnt ömefni fyrir löngu.
En í Jarðabókinni eru tilgreindar fjórar Hólsbúðir á Hjallasandi.18)
Þær hafa, ef til vill, legið austarlega nokkuð, ef marka skal búða-
röðina í Jarðabókinni. Enn heitir Gerðalág næst Höskuldsá og
Keflavík, og rnunu Gerðin fomu hafa verið þar (B. S. B.).
Verstöðurnar ættu þá á miðöldum að hafa heitið: Brekkur,
Hjallar, Gerði og Keflavík, sé röðinni fylgt eftir skjalinu frá
1360 og Jarðabókinni.
Heitið Hjallasandur kemur fyrir eins og að ofan getur í
bréfi Otta Stígssonar frá árinu 1547. En árið 1530 kemur það
reyndar fyrst fyrir.40) Er heitið notað fram á síðara hluta 19.
aldar, er heitið Hellissandur verður almennara, eins og nú er.
Heitið Hellissandur kemur fyrir á einum stað í Jarðabókinni,
þar sem segir, að tveir sexæringar frá Grunnasundsnesi í Helga-
fellssveit gangi til fiskjar vetur og vor á Hellissandi og í Drit-
vík.r’°) Annars er heitið Hjallasandur notað, auk þess er húið
að nefna orðið Hjallasandsbrekkur, sem fyrir kemur tvisvar
sinnum.
Nú vill svo til, að niðri á sandinum í víkinni, þar sem aðal-
lendingin er, er hellir, sem nefnist Brennuhellir, en fyrir ofan
hann í hjallanum stóð búðin Brenna. Nokkuð er hrunið úr hon-
um í minni núlifandi manna, og smámsaman fyllist hann af
möl. Hefur hann fyrrum verið notaður til aðgerðar og söltunar.
Austan við hann virðist annar hellir hafa verið, en löngu fall-
inn í rúst.
Það gæti virzt sem svo, að heitið Hellissandur hafi, ef til
vill, orðið til utansveitar. Vermenn kunna að hafa myndað hér
nýtt heiti og það útrýmt hinu eldra. Samkvæmt heimildum er
heitið Hjallasandur eldra, heitið Hellissandur yngra. Hjallamir
kunna smámsaman að hafa fyllzt og horfið vegna hins mikla
mannfjölda, sem þar dvaldist á liðnum öldum. Búðir hafa verið