Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1953, Side 89

Andvari - 01.01.1953, Side 89
ANDVARI Landkostir 85 að ekki sé talað um bjargvættina miklu, blessaða síldina, sem veiða má ógrynni af, þegar vaða hennar er svo mögnuð, að ekki fær tekizt að fæla hana burtu með bávaða og dunum frá bundr- uðurn vélknúinna skipa. Það er víst og satt, að hér á íslandi, þótt norðarlega liggi, eru og munu öldum saman enn þá verða og enn þá lengur landkostir nógir til þess að veita þúsundum þúsunda af vel mönn- uðu fólki nógsamleg lífsgæði, ef réttilega er aflað og réttlátlega skipt, svo að allir geti lifað góðu lífi og göfugu menningarlífi, sem vissulega er annað og meira en að rorra hálffullur að kvöld- lagi undir erlendum breimlögum við eitraða reykjarsvælu í vel metnum veitingakrám, en til þess háttar unaðar virðist hclzt standa hugur allt of margra nú svo sem til hámarks allrar vel- sældar. Til er annað betra, sem raunhæfara er að renna huga til. Hann var raunsýnni en afglapar þeir, sem góna nú sífellt á útlönd og geta ekki hugsað um annað en útvegun erlends gjald- eyris til þess að kaupa fyrir hann eitthvert hégómlegt dót, sem tæplega er bjóðandi öðrum en veslum villimönnum, stjómmála- maðurinn og skáldið, sem kvað: Hér er nóg um 'björg og brauð, berirðu töfrasprotann. Þetta land á ærinn auð, ef menn 'kunna’ aS nota’ hann. löfrasprotinn er hleypidómalaus og hagnýt þekking á land- kostum, sprottin upp af raunsýnni athugun, og raungild kunn- atta til nytsamra verka. Skrifað saman í Hólmavík í ágúst 1952.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.