Andvari - 01.01.1953, Page 93
andvahi Æðarvarpsrækt 89
lega afkvæmi sitt af lyktinni og vill ógjarnan annast annarra af-
kvæmi.
Margs konar háttur er hafður á um hirðingu dúnsins úr varp-
inu. Sumir varpbændur taka ekkert af dún, fyrr en fuglinn
hefir leitt út. Aðrir eru að smátaka hann í hverri göngu, taka
t. d. mestu dúnkragana kringum hreiðrið, sem oft vilja fjúka.
Þekkt hefi ég þann sið að taka mestallan dúninn, áður en
æðurin ungaði út. Var það gert á þann hátt, að eggin voru
tekin upp úr hreiðrinu og lögð til hliðar, dúnkarfan öll tekin
upp og tínt neðan úr henni heyið og dálítið af dún og sina lögð
í hreiðrið í staðinn. Hér var allt of langt gengið, þó útungun hafi
heppnazt sæmilega, þar sem um var að ræða þurrar, sendnar eyjar,
alþaktar í sinu.
í þessu tilfelli sem annars staðar er meðalvegurinn beztur. Það
er áhættulaust að taka ofurlítið af dún, áður en útungun er lokið,
en gera það svo hreinlega, að sem minnst sjáist, að átt hafi verið
við hreiðrið, en þó með þeim hraða, að sem allra minnstan tíma
sé dvalið við hvert hreiður. Sama rná segja um allar göngur,
sem um varpið eru farnar. Það á að ganga varplöndin ætíð eftir
sömu reglu, helzt af sömu mönnum það vorið. Ganga með jöfn-
um hægum skrefum, allar hreyfingar séu hægar. Ekkert handa-
pat né hávaði, svo sem köll, má eiga sér stað. Einkum á þetta
við fyrri hluta varptímans ár hvert, meðan fuglinn er að læra
að þekkja vini sína.
Mjög ríður á við hirðingu æðardúns að flokka hann strax
í varpinu. Hafa betri dún sér og botnskánir og blautan dún sér.
Eftir að heim er komið með dúninn, verður að þurrka hann í
sólskini eins fljótt og við verður komið, annars er skemmd og
ódrýgindi vís. Nú vill því miður oft svo til, að ekki er um sólskin
eða þurrviðri að ræða; verður þá að breiða dúninn, t. d. á hjalla-
loft, eða á vímet (steypunet), sem lagt er á grindur nokkuð frá
gólfi í húsi, sem súgur leikur um. Umfram allt verður að losa
hann úr pokunum. Saman hnoðaður í poka og oft volgur
skemmist hann afar fljótt; tapar bæði lit og seigju. Sé dúnninn