Andvari - 01.01.1941, Blaðsíða 17
AXDVARI
Jón Ólafsson
13
III.
Störf Jóns Ólafssonar í opinberum málum voru mörg og
margþætt. Verður hér ekki rúm til þess að lýsa þeim öllum.
Brestur mig og kunnugleika um þau mörg. Hann tók þátt í
störfum ýmissa stjórnskipaðra nefnda, einkum þeirra, er
fjölluðu um útvegs- og landbúnaðarmál. Skal hér í þessuin
kafla aðeins geta starfa þeirra, er hann var kosinn til af al-
menningi, starfa hans á Alþingi og í bæjarstjórn Reykjavíkur.
Jón var snemma einbeittur flokksmaður í stjórnmálum. Var
hann heimastjórnarmaður og fylgdi stjórninni við kosningar
1908. Við kosningar 1911 vann hann mjög að hinum glæsilega
sigri heimastjórnarmanna í Reykjavík. Þegar hinn svo nefndi
„grútur“ kom til sögunnar 1913, þótti honum sú sættargerð
ekki glæsileg og snerist gegn honum. Studdi hann Lárus H.
Bjarnason við kosningar þær, er þá fóru í hönd, bæði vel og
drengilega, þótt við ofurefli væri að etja. Hann varð þá að
vinna gegn mörgum fyrrverandi samherjum og góðvinum,
þótt honum félli það þunglega, en hann taldi það þjóðar-
nauðsyn. Lárus féll við kosningar 1914, en ekkert varð úr
sáttmálanum við Dani í það skipti. Hélzt með þeim Lárusi
nrofatryggð meðan báðir lifðu.
Árið 1921 bauð Jón sig fyrst fram til þingmennsku í
Beykjavík. Var liann þá annar á C-lista, sem kenndur var við
>.stjórnarandstæðinga“ í kosningunum. Magnús Jónsson pró-
fessor, er þá var dósent, var fyrsti maður á listanum. Komst
^lagnús einn að af þeim lista. Árið 1926 var Jón kosinn þing-
aiaður fyrir Reykjavik á lista íhaldsmanna við aukakosningar
~3. okt. og síðan árið 19271). Við kosningar 1931 horfði víða
psigurvænlega fyrir Sjálfstæðisflokknum úti um sveitir lands-
J»s. Rangárvallasýsla, sem lun langt skeið hafði sent annan
eaa oftast báða þingmenn sina úr flokki þeirra, er þá voru
^ieginuppistaða Sjálfstæðisflokksins, var í hinni mestu hættu.
Annar hinna grónu þingmanna þar, séra Eggert á Breiðabóls-
ói
1) Það er rangt, sem segir i alþingismannatalinu frá 1930, að Jón
afsson liafi fyrst verið kosinn á þing árið 1927.