Andvari - 01.01.1941, Blaðsíða 36
32
Bjarni Benediktsson
ANDVABI
efnd jnilliríkjasamninga hefur í för meö sér. Skal því lítillega
rekja álit nokkurra þjóðréttarhöfunda um það efni.
Prófessor Knud Berlin segir í riti sínu, Den dansk-islandske
Forbundslov, 3. Udg. Kbh. 1933, s. 19, svo:
„En að lokum geta þau (sambandslögin) einnig fallið úr
gildi sem hreinn milliríkjasamningur, þó að það sé ekki held-
ur tekið fram í sbl., eftir öðrum brottfallsástæðum, sem viður-
kenndar eru um samninga, t. d. vegna vanefnda af hálfu annars
aðila eða vegna verulega breyttra forsendna, að svo miklu
leyti, sem þetta getur yfirleitt til greina komið vegna þess
skamma tíma, sem samningurinn er bindandi. Því að þótt svo
verði litið á, að leggja beri spurninguna um, hvort slílcar ástæð-
ur séu fyrir hendi, fyrir gerðardóm þann, sem um ræðir í 17.
gr. sbl., þá útilokar það ekki, að slíkar brottfallsástæður
kunni að vera fyrir hendi og þar af leiðandi hafa í för með
sér hinar venjulegu þjóðréttarlegu afleiðingar".
En um áhrif vanefndar á millirikjasamninga segir aðalþjóð-
réttarhöfundur Dana, próf. Axel Möller (Folkeretten i Freds-
tid og Krigstid, I. Del. 2. Udg. Kbh. 1933, s. 258), svo:
„Að veruleg vanefnd af hálfu annars aðila hljóti að veita
liinum heimild til að lýsa allan samninginn úr gildi fallinn, er
í samræmi við almennar samningsreglur. En í þjóðaréttinuni
hafa menn, m. a. vegna hinnar ótryggari réttarvörzlu, tilhneig-
ing til nokkuð meiri strangleika, þannig að vanefnd, sein
út af fyrir sig er óveruleg, kann eftir atvikum að gefa gagn-
aðila heimild til að rifta samningnum, einkum ef hún er af
ásettu ráði eða gefur réttmæta ástæðu til að óttast endurtekn-
ingu. Einber ótti um, að variefnt kunni að verða, er auðvitað
yfirleitt þýðingarlaus“.
Áhrif vanefndar (Nichterfullung) á millirikjasamning eru
mjög glögglega skýrð af einum kunnasta þjóðréttarfræðingi
þessarar aldar, ítalska prófessornum Anzilotti, sem m. a. var
forseti fasta milliríkjadómstólsins í Haag, en hann segir svo
i Lehrbuch des Völkerrechts, Bd. I., Berlin und Leipzig 1929, s.
359—360:
„Ef annar aðilinn fullnægir ekki sanmingnum, þá hefur það