Andvari - 01.01.1941, Blaðsíða 69
ANDVARI
Málbótastarf Baldvins Einarssonar
65
og íslénzka siði, en lutu því öllu, sem danskt var. Má geta
nærri, hver áhrif Bjarni Jónsson heiur haft á lærisveina sína
í þessum efnum, en þeir urðu mjög margir, því að hann gegndi
skólameistaraembætti í Skálholti lengst allra — eða í 27 ár
samfleytt.
En tillögur skólameistarans náðu ekki þeirn árangri, sem
til var ætlazt. Ýmsir mætir menn risu öndverðir við þeim og
héldu á lofti merki Eggerts Ólafssonar og þeirra annarra,
er vildu veg íslenzkrar tungu sem mestan, enda var nú eigi
alllangt að híða þess, að hæfist sú málreisn, sem „var dögun
í norrænni nótt“.
II.
Sumarið 1801, þrem árum eftir andlát Bjarna slcólameist-
ara, fæddist þeim hjónunum á Molastöðum í Fljótum, Einari
Guðmundssyni og Guðrúnu Pétursdóttur, sonur, sem var vatni
ausinn og nefndur Baldvin. Hann var brátt efnisbarn hið
mesta og umfram jafnaldra sína.
Er Baldvin óx, leyndi það sér ekki, að hann var bæði skarp-
greindur og námgjarn. „Þegar hann var 14 vetra, varði hann
öllum frístundum sínum til að lesa góðar bækur, með svo
mikilli ástundan, að varla sást hann borða mat sinn, nema
hann hefði bók við hönd sér. Stundaði hann þá mest að lesa
og skilja danskar bækur, komast niður í reikningi og að skrifa
vel. Lærði hann það allt tilsagnarlaust af eigin ramleik".1)
Baldvin stundaði alla algenga vinnu, bæði á landi og sjó, á
uppvaxtarárum sínum. Þegar hann var á 18. ári, var hann
formaður á hákarlaskipi föður síns og aflaði ágætlega. Hann
var kjarkmikill og djarfur, öruggur og úrræðagóður, hvað sem
að höndum bar.
Veturinn 1820—1821 hóf Baldvin að lesa undir skóla.
Framan af las hann latinu — nálega tilsagnarlaust — heima
hjá sér, þegar eigi bönnuðu sjóróðrar eða sauðagæzla. Sóttist
honum námið ágæta vel. Haustið 1822 kom hann í Bessa-
1) Ný félagsrit, 8. ár, VI. bls.