Andvari - 01.01.1941, Blaðsíða 27
andvahi
Ályktanir Alþingis vorið 1941
23
ber að taka fram yfir bein fyrirmæli hans. Að skilja, að réttinn
ber að meta meira en lögin, að lögin eru einungis ein, en að
sjálfsögðu liin helzta heimild réttarins, og verða því að þoka
fyrir honum, ef þau rekast á hann.
Þegar finna á, hvað rétt er, verður því að beita þessum
reglum. Með þeim eru á annan bóginn fyrirmæli, sett berum
orðum, gerð sveigjanleg, svo að framkvæmd þeirra verður í
samræmi við lífið sjálft, en á hinn bóginn er leitazt við að
koma í veg fyrir, að vild valdhafanna einna eða algert handa-
hóf ráði.
Framkvæmd laga eða fullnusta samninga án hliðsjónar af
þessum reglum er fásinna. Þær eru ávöxtur af reynslu kynslóð-
anna um aldir eða öllu fremur um þúsundir ára. Gildi þeirra er
því ólíkt meira en orð skammsýns löggjafa eða skjótráðs
samningsaðila, og er sízt á þá hallað, þó að þau séu í lengstu
lög túlkuð í samræmi við þessar margreyndu og gerhugs-
uðu reglur.
Með ályktunum Aljtingis 1941 um frestun aljDÍngiskosn-
inga og um sjálfstæði jjjóðarinnar reyndi mjög á jiessi sann-
indi, svo sem nú skal sýnt.
II.
Aðfaranótt 10. maí 1940 var brezkur herafli settur á land í
Reykjavík. Hefur hann síðan setið í landinu og stöðugt búið
örugglegar um sig. í fyrstu giæindi menn nokkuð á um, hver
nauðsyn Bretum væri á þessum aðgerðum. Síðari atvik styrj-
aldarinnar hafa hins vegar ótvírætt leitt í ljós, að Bretum er
það lífsnauðsyn að hindra, að þeim fjandsamleg ríki nái hér
fótfestu og aðstöðu til flota- og flugstöðva. Hið sama er og
kunnugt um Bandaríkjamenn, að jieir muni eigi þola, að and-
stæðingar þeirra setjist hér að. Hernaðarþýðing landsins er
auðsjáaniega svo mikil, að menn geta naumast vænzt þess, að
liað fái að vera óáreitt, því að ætla verður, að hún sé nokkurn
veginn jöfn fyrir báða aðila styrjaldarinnar. Þjóðverjar lýstu
og 25. marz s. 1. algeru hafnbanni á landið og það sjálft á
ófriðarsvæði. Fram að þessu hafa þeir raunar látið sér nægja