Andvari - 01.01.1941, Blaðsíða 83
ANDVARI
Nokkrar rannsóknir
á náttúru landsins 1939 og 1940.
El'tir Steinþór Sigurðsson.
í síðasta árgangi Andvara (65. árg., bls. 82—90) skýrir
Jónas Jónsson frá stofnun Rannsóknaráðs ríkisins1) og helztu
verkefnum, sem ráðið var að vinna að. Mun hér verða skýrt
nánar frá nokkrum framkvæmdum.
Þeir, sem síðastliðið sumar hafa unnið að rannsóknuin með
styrk frá Menntamálaráði, eru Arni Friðriksson, Guðmundur
Kjartansson, Helgi Jónasson frá Gvendarstöðum, Ingimar
Óskarsson, Jón Eyþórsson, Magnús Björnsson og Steindór
Steindórsson. Enn fremur hefur Menntamálaráð greitt nokk-
urn hluta af fé því, sem því er ætlað til úthlutunar, til Rann-
sóknaráðs ríkisins, er verji því til úthlutunar þeim mönnum,
sem sérstaklega vinna að verkefnum, sem ætla má, að geti haft
hagnýta þýðingu í náinni framtíð. Hefur fé þessu, ásamt
framlagi úr ríkissjóði, verið sérstaklega varið til rannsókna
á innlendu eldsneyti, efnum til seinents- eða áburðarfram-
leiðslu, æðarfugli og gróðurfari. Rannsóknir þessar hafa ann-
azt þeir dr. Finnur Guðmundsson, Jakob Líndal, Jóhannes
Askelsson, Óskar Bjarnason, Steindór Steindórsson og dr.
Sveinn Þórðarson.
I. Eldsneyti.
Með hreyttum liúsakynnum og auknum þægindum hefur
eldsneytisþörfin í landinu farið vaxandi ár frá ári undanfarið.
Mikill hluti eldsneytisins er aðfluttur. Nákvæmar skýrslur
1) Nafnið var upphaflega Rannsóknarnefnd rikisins.