Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1941, Blaðsíða 48

Andvari - 01.01.1941, Blaðsíða 48
44 Jónas Jónsson ANDVAnl Eandaríkin var verk franskra nazista, sem köstuðu sér í faðm erlendu einræðismannanna, til þess að vernda sjálfa sig og cignir sínar frá innanlandsstyrjöld í Frakklandi, þar sem kommúnistar væru annar aðilinn, eins og 1917 í Rússlandi. í fljótu bragði má lita svo á, að það séu franskir nazistar, sem beri ábyrgð á hruni Frakklands, og vist er um það, að þeir störfuðu í styrjöldinni sem bandamenn Hitlers og Musso- linis. En ræturnar liggja þó dýpra. Uppruni þeirra mein- semda, sem brjótast fram í starfi fimmtu herdeildanna, stafar frá kommúnismanum. Verður því að víkja með nokkrum orð- um að þróun hinnar alþjóðlegu öreigahreyfingar. IV. Núverandi styrjöld er ekki nema að nokkru leyti átölc milli þjóða. Það má nú öllu fremur segja, að þessi ófriður sé glíma milli stétta. Annars vegar hafa forkólfar öreigastefnunnar borið eld að arfasátu þjóðanna. Síðan hafa fulltrúar efnastétt- anna komið til leiks og blásið að glæðunum. Fyrir nálega tveim öldum, í það mund, þegar Skúli Magnús- son fluttist suður um heiði frá Skagafirði og gerðist land- fógeti á íslandi, var í Englandi gerð sú uppgötvun að knýja verkvélar með gufuafli. Fylgdu margar skyldar uppgötvanii’ í kjölfar gufuvélarinnar, og er talið, að þá hafi byrjað hin mikla vélaöld nútimans. Áður var orka mannsins megin- hreyfiafl við menningarstörfin. Nú kom eimorkan og síðan raforkan í þjónustu mannanna. Urðu þessar tvær stallsystur ærið stórtækar. Framleiðslan í heiminum óx með risaskref- um og auðmyndun að sama skapi. Þar, sem námur voru auð- ugar eða krossgötur á verzlunarleiðum, risu upp stórar borgir og oft ærið skjótlega og með lítilli fyrirhyggju um lífskjör borgarbúa. í hinum nýju iðnaðar- og verzlunarborgum skipt- ist borgarlýðurinn mjög í tvær andstæðar sveitir um efnahag og afkomu. Þeir, sem áttu námur, verksmiðjur,' skip eða verzlunarfyrirtæki, söfnuðu miklum auði, en iðjumúgurinn, sem vann í námunum og við verkvélarnar, var blásnauður og vanræktur um flesta hluti. Urðu oft illvig átök milli auðstétt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.