Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1941, Blaðsíða 7

Andvari - 01.01.1941, Blaðsíða 7
ANDVAIU Jón Ólafsson. Eftir Þorstein Þorsteinsson. I. Land vort thefur litið tvær landnámsaldir. Hina fyrri þegar það byggðist fyrst, frá 874 fram til 930. Síðari landnáms- öldin hefst hér um bil 1000 árum síðar og er ekki lokið enn. Landnámsmennirnir fyrri komu að landinu gagnauðgu, al- grónu og skógi vöxnu langt fram á heiðar; mun og þá hafa verið loftslag hlýrra og vetur mildari en verið hefur hér á landi nú á síðari öldum. Landnámsstarf þeirra var þó mikið og erfitt. Þegar þeir höfðu sótt hingað um breið og lítt kunn höf á knörrum sínum, sem hafa ekki verið taldir mikil sjó- skip, og auðvitað oft mætt nokkrum hrakningum, svo að stundum var orðið síðla sumars, þegar landi var náð, þá urðu þeir margir að velja sér bólstaði og bæjarstæði 1 ókönnuðu landi, reisa þar skýli fyrir menn og skepnur, um veturinn að minnsta kosti. Vetur þann og vor hið næsta var athugað um framtíðarbústað, rudd mörkin, reist framtíðarbæjarhús og fénaðar, eftir því sem þörf var á. Þvi næst var starfað að frekari ræktun túns, garðahleðslu til varnar ágangi á tún eða önnur landsvæði. — Það virðist svo, að nær allir þeir, cr bjuggu við sjávarsíðuna, og fjölmargir langt af landi ofan, hafi auk landbúnaðarins sótt fiskveiðar af kappi. Árin líða — nær þúsund ár. Skógar eyddust og uppblástur landsins lagði byggðir í auðn; alltaf var slegið sama karga- þýfið í túninu með sams konar Ijáspíkum. Þegar bæjarkofarnir gátu ekki lengur staðið, var jafnað úr moldarveggjunum og aðrir, oft lélegri, reistir á rústurn liinna. Túngarðar og aðrir garðar gengu úr sér, eftir því sem fram á aldir leið, því að hætt var að endurbyggja þá, og hurfu þeir loks með öllu að heita mátti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.