Andvari - 01.01.1941, Side 20
16
Þorsteinn Þorsteinsson
ANDVARI
um foann í eftirmælum í Morgunblaðinu: „Jón Ólafsson reynd-
ist í öllu starfi sínu í bæjarstjórn svo sem vænta má hinn
nýtasti starfsmaður.“ Get ég um þetta hér vegna þess, að Jón
Ólafsson og Pétur Halldórsson höfðu starfað lengi saman í
bæjarstjórn, og borgarstjórinn aldrei talinn nein loftunga, en
sannmáll í hvívetna.
IV.
Eins og áður er getið, var Jón Ólafsson skipaður banka-
stjóri Útvegsbankans 1930, og gegndi hann því starfi til dauða-
dags.
Um bankastarfsemi hans hef ég fá gögn fyrir hendi, en um-
mæli samstarfsmanna hans hafa öll verið mjög lofsamleg.
Vildi hann þar sem annars leysa hvers manns vandræði. Kontu
þangað fjölmargir hjálparþurfar, en bankinn varð að fá trygg-
ingu fyrir endurgreiðslu. Féll Jóni þungt að verða að neita
um hjálp og mun jafnvel hafa einstöku sinnum veitt þeim
fátækustu, er ekki gátu sett þá tryggingu, er bankinn krafðist,
úrlausn af eigin fé. Segja það samstarfsmenn hans í bankanum,
að þangað hafi komið litgerðarmenn, ekki aðeins til þess að
leita láns hjá bankanum, heldur og til þess að sælcja holl ráð
til bankastjórans og heyra álit hans á fyrirætlunum þeirra,
„og voru þeir jafnan miklu öruggari í fyrirætlunum sínum,
ef Jón hafði talið þær hyggilegar“. Gerði hann sér þar sem
endranær engan mannamun. Alþýðumaðurinn var hjá honum
aldrei settur skör lægra en þeir, sem mikið bárust á. Mun
það frekar hafa verið hið gagnstæða.
Honum er meðal annars lýst þannig í Bankablaðinu i
október 1937: „Jón Ólafsson var blátt áfram og hispurslaus
í allri framkomu og jafnvel talsvert meira en títt er um menn
í líkum virðingastöðum, en ekki naut hann þar fyrir minm
virðingar manna, hvorki starfsmanna bankans né viðskipta-
vina, enda var hann þann veg gerður, að maður hlaut að meta
hann þvi meir sem maður kynntist honum betur.“