Andvari - 01.01.1941, Blaðsíða 100
96
Steinþór Sigurðsson
ANDVARI
frá þessu eru þó þau svæði, þar sem einhver vottur gul-
starar hefur verið til fyrir áveituna. Þar hefur hún farið
mjög vaxandi, og virðist sem hún ætli að verða drottn-
andi tegund á þeim svæðum. Vexti gulstarar hefur farið
svo mikið fram síðan 1930, að furðu gegnir. Ætla má þó,
að hún hafi enn ekki náð þeirri útbreiðslu, sem liún getur
fengið.
5. Mosi hverfur að mestu, einkum þó þar, sem áveituvatnið
er dýpst.
Af öðrum atriðum má geta þessara helzt: Jafnframt því,
sem landið nýtur áveitunnar nokkurn tíma á vorin, þá er það
þurrkað meira en áður var utan áveitutíma. Þar, sem fram-
ræslan er enn af skornum skammti, sjást víða rotskellur 1
jarðvegi. Rotskellna þessara gætti minna 1940 en við fyrri
skoðunina. Mun þar vera um tvær orsakir að ræða, betri fram-
ræslu og hitt, að 1930 var gróðurbreytingin enn að fara fram,
svo að nýgróðurinn hafði ekki náð sér fyllilega á strik.
Klófífa var fyrir áveituna víðast hvar aðaltegund. Hún er
nú horfin að kalla úr áveitulöndunum, en svo er þó að sjá,
að gróðurbreytingin standi í nokkurn veginn beinu hlutfalli
við vatnsdýptina í áveituhólfunum, að minnsta kosti upp að
tilteknu hámarki. Þar, sem vatn flýtur algerlega yfir gróður-
svörðinn, enda þótt dýpi þess sé ekki meira en 10—15 cm, er
gróðurbreytingin fullkomin. Sé dýpið minna, er gróðurbreyt-
ingin enn ekki um garð gengin, og þar, sem vatnið nær aðeins
að seytla yfir, er hreytingin lítil sein engin. Hins vegar sést
lítill munur, hvort sem vatnsdýpt er ca. 10 cm eða allt að 50
cm. En þegar því dýpi er náð, telcur gróður að gisna og ýmsar
vatnaplöntur að verða alláberandi.
Nákvæmar athuganir um heymagn í sambandi við vatns-
dýpt vantar, en eftir því, sem áætla má eftir útliti áveituhólf-
anna, mun heymagnið vera mest þar, sem vatn er 25—45 cm
djúpt.
Þá hefur áveitan sléttað landið allverulega, svo að nú er
jafnvel orðið véltækt land þar, sem áður var allverulegt þýfi.