Andvari - 01.01.1941, Blaðsíða 77
AN’DVARI
Málbótastarf Baldvins Einarssonar
73
þá einungis skapaðir til að umturna og spilla? Því að enginn
maður getur verið kappsamari í nokkrum hlut og slægvitr-
ari en þér hafið verið í því að brjóta það og eyðileggja, sem
vér byggðum. Þér hafið eigi hirt um að viðhalda voru mann-
dómsfulla Ihugarfari hjá yður eða að fylgja vorum dæmum
og siðum í lifnaði og búnaði. Öllu hafið þér raskað þessu og
óvirt það".1) ... „Og nú er eklcert eftir nema málið, sem
vér töluðum. Og hvílíkum árásum mætir það ekki? Þótt
margir góðir menn og skynsamir menn leitist við að styðja
það og styrkja með öllu móti, þá ætlar það eigi að duga. Svo
kröftugt og rótgróið er ræktarleysið orðið hjá yður.“2)
Sá, sem gerist málbótamaður, rekst fljótlega á ýmis vanda-
mál, sem ráða verður fram úr. Eitt þessara vandamála er
l'ólgið í því, að erlend orð berast inn í málið, þar sem innlend
orð eru ekki til yfir sama hugtak. Er þá um tvennt að velja:
að veita erlendu orðunum þegnrétt í málinu eða mynda ný
orð í þeirra stað.
Afstaða Baldvins til þessa máls kemur glöggt fram í sam-
tali Önundar og útlendingsins. Önundur segir: „Allra sver-
ast fellur mér það, að þessir íslenzku tossahóveðer eru að
gera ný orð. Þeir eiga að lána orðin frá dansken og alle sprok,
alltaðeinu eins og þeir taka til láns í kaupstaðinn.“ Útlend-
ingurinn svarar honum meðal annars á þessa leið: „Væri það
ekki miklu sómasamlegra fyrir olckur að mynda þar orð sam-
kvæmt málsins anda, sem þau vantar, eins og forfeður vorir,
úeldur en að lána önnur útlend endalaust?“3)
Baldvin aðhylltist eindregið nýyrðastefnuna. Hann vildi,
>,að til væri reynt ný orð að inynda samkvæmt málsins eðli,
áður en menn tækju til láns útlenzk“. Er í Ármanni margt
nýyrða, ýmist nýmyndana eða fornra orða í nýrri merkingu:
þijrill (fiskbursti), strokleður (gúmmí elasticum), sívalning-
ur (Cylinder), vindustólpi (biðingur), þilskip (Dækskib) o.
s- frv.
1) Árimann II., 33. bls'.
2) Ánnann II., 34.—35. bls.
3) Ármann III., 14v—15. bls.