Andvari - 01.01.1941, Blaðsíða 10
6
Þorsteinn Þorsteinsson
ANDVARI
skip við strendur landsins og milli landa. Getum vér nú sjálfir
flutt að oss á eigin skipum nauðsynjar vorar og frá oss af-
urðir landsins að mestu á venjulegum tímum. Ýmsar verk-
smiðjur hafa verið reistar til þess að vinna úr afurðum sjáv-
arins og einnig landbúnaðarins. Vélaiðnaður allur hefur orðið
til á þessu tímabili. Allri verzlun höfum vér náð í vorar hend-
ur. Síðast en ekki sízt höfum vér endurheimt sjálfstæði vort.
Það leikur aldrei á tveim tungum, að miklu grettistaki hef-
ur verið lyft á þessu síðara landnámstímabili. Efnahagur þjóð-
arinnar hefur færzt úr vesaldómi í sæmilegt horf, og andlegu
fargi hefur verið lyft af þjóðinni um leið og stjórnarfars-
maran var hrakin frá. Það má með sanni segja, að landið (hið
byggða land) sé orðið annað, hafið annað, og þjóðin önnur.
„Auðurinn er afl þeirra hluta, sem gera skal.“ Það var ekki
ófyrirsynju, að forn skáld vor kenndu gull mjög til Ægis og
Ránar. Þangað hafa meginefni þjóðar vorrar verið sótt, og
auður sá, sem sóttur hefur verið í greipar Ægis, hefur beint
og óbeint verið notaður að eltki litlu leyti til þess að endur-
skapa landið; þar á ég við hvort tveggja, ræktun og samgöngu-
hætur. Enn fremur hinar stórkostlegu húsabætur, gerðar á
síðari árum.
Nú eru margir þeirra manna, er stóðu í fylkingarbrjósti þegar
gerð var hin fyrsta og harðasta hríð gegn þeim örðugleikum,
sem stóðu nýja landnáminu í vegi, lagztir til hvildar, eftir erfitt
en vel unnið dagsverk. Þeir voru brautryðjendur þjóðarinnar
til hinna betri tima. „Því er þessa mætra að minnast.“ Her
skal engum slcugga varpað á vökumenn þjóðarinnar, sem upp1
voru fyrir þann tíma. Þeir höfðu undirbúið jarðveginn fyrii'
þá, sem á eftir komu. Hin mikla véltækni erlendis barst hin-
um nýju landnemum vorum í hendur. Þeir færðu sér hana i
nyt með hagsýni, eftir því sem hér átti bezt við, hvort heldur
var til lands eða sjávar. Mörgum þeirra, er forustu höfðu um
landbúnaðarmálin og framkvæmd þeirra á hinni nýju land-
námsöld, hafa verið gerð góð skil á prenti og þeim verðug-
Hafa menn gert sér tíðara um þá en hina, er sjávarútveg stund-
uðu. Gerðu þeir hvort tveggja í senn, er sjóinn sóttu, öfluðu