Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 14

Andvari - 01.01.1947, Page 14
10 Stephan G. Stephansson ANDVARI fylli“, sem ég læt nú standa fyrir: „Jack of all trades, but master of none“. Fyrstu hendingarnar. Ekki veit ég hver eða hvenær fyrsta villeysan í hendingum var, sem valt upp úr mér. Reyndi að rifja það upp, þegar ég ritaði Andvökur upp, en mundi ekkert eldra en vísurnar, sem þær byrja með, en þá hef ég verið stálpaður nokkuð og mikið linoð um garð gengið. Kunningi minn einn fullyrðir, að liann kunni stöku úr bréfi frá mér á unga aldri þá, en ég er viss, að hún er ekki eftir mig, er of vel kveðin fyrir þann aldur minn. En ég hef líkl. farið með hana sem „viðeigandi“, án þess að telja liana neinum. Ég hef rekið mig á það, að vísur, sem ég hef haft yfir, án jtess að feðra þær, hafa síðar verið eignaðar mér, án þess ég vildi eða vissi. Að vísu ruglaði ég „fjandann ráðalausan“ fyrr sem nú. Kvað t. d. 12 langlokur út af Víglundar sögu, — þær áttu að verða 24 og yfirganga Esias Tegnérs Friðþjófssögu! — Ein vísa úr því er í „Andvökum“: „Brýni kænu í brim og vind“, kveðin upp úr vísu í sögunni. Skáldsögu samdi ég til hálfs, og þó langa nokkuð, víst „stæling" af „Undínu“. En ég fór leynt með það allt. Hafði sltyn á, að ekki væri allt með felldu. Dæini þess eitt er þetta: Sigurbjörg föðursystir mín spurði mig eitt sinn, eftir að kom í Mjóadal: „Býstu við að verða skamm- lífur, frændi?“ Mér varð orðfátt og skildi ekki, við hvað hún álti, en innti til, hví hún spyrði svo. „Ó, ég hélt það sökum miða, sem ég fann skrifaðan af þér!“ Þá vissi ég, hvað hún fór. Eg útti læstan kistil, sem ég geymdi þetta dót mitt í. Ofan á því lá miði, þar sem ég hað að brenna það allt, ef svo færi, að ég hefði „hnattaskipti“ snögglega. Sigurbjörg hafði stolið lykli mínum og komizt í kistilinn. Allt þetta rusl brenndi eg sjálfur síðar í reiði minni, það sem ég hafði þá handa inilh, en hafði þó í vitleysu gefið öðrum nokkuð af því, sem gainan höfðu af þessu. Um eitt skeið, þegar ég var í Bárðardal, reyndi ég víst að „stæla“ kveðskap Kristjáns Jónssonar. Ekki af þvi, að mér væri hann svo hugleikinn, heldur víst til að tolla í tízk- unni, en hann var þá á allra vörum. Einhvern tima, þegar eg var í Víðimýrarseli, fékk ég lánuð kvæði Bjarna og Jónasar.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.