Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 32

Andvari - 01.01.1947, Side 32
28 Þorsteinn Þorsteinsson ANDVARI ordinær krigshjælp af Island). Þorleifur lögmaður Kortsson var þá reyndar látinn af embætti, en vera má, að svipaðar skrár vegna annarra skattgreiðslna hafi verið gerðar í hans tíð, þó að þær séu ekki til nú.1) Alla 17. öldina hafði verið einolcunarverzlun hér á landi, og hafði hún þröngvað mjög kosti Iandsmanna, en þó keyrði um þverbak síðustu áratugi aldarinnar, er kaupsvæðaverzl- unin komst í algleyming, og enginn mátti verzla neina við einn tiltekinn kaupmann, að viðlögðum gífurlegum refsing- um fyrir brot gegn því. Ofan á þetta bættist svo, að síðustu ár aldarinnar voru harðindi mikil, hafísar og vetrarhörkur, aflaleysi og grasbrestur, svo að kvikfénaður féll, en fátækling- ar dóu úr hungri og fjöldi fólks komst á verðgang. Af þings- vitnum, sem tekin voru aldamótaárið, er talið, að harð- indin hafi staðið i 7 ár samfleytt og þetta ár mest. Um þetta leyti urðu konungaskipti, og kom mönnum þá ásamt um það á Alþingi að skrifa konungi og biðja hann ásjár. 1701 fór líka annar lögmaðurinn, Lauritz Gottrup, á konungsfund þessu til áréttingar. Árangurinn af þessu varð m. a. sá, að vorið 1702 voru þeir Árni prófessor Magnússon og Páll Vídalín varalögmaður valdir til þess að rannsaka greinilega hagi lands- ins og gera tillögur til umbóta. Meðal þeirra starfa, sem þeim var falið að framkvæma, var að taka almennt manntal. í uppkasti að konunglegu er- indisbréfi fyrir nefndarmennina (§ 10)2) segir svo um þetta, að þar sein konungi hafi á þessu ári borizt ýmsar kvartanir um bágindi Iandsins, þá skuli nefndin taka saman áreiðan- legt manntal, sem nái til allra heimila á landinu, með til- greindu nafni bónda og húsfreyju, barna þeirra og ættingja, svo og alls vinnufólks, yfirleitt allra landsmanna undantekn- ingarlaust, og skuli hinn mikli fjöldi fátæklinga á hverjum stað nákvæmlega athugast og skrásetjast. Það mun vera ókunnugt, hver átt hefur upptökin að þessu 1) Saga íslendinga VI. b. bls. 277—279. 2) Arne Magnussons Embedsskrivelser lds. 16.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.