Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 55

Andvari - 01.01.1947, Side 55
andvari Stýrimannanöfn í Njálu. Eftir Barða Guðmundsson. „Á Njálsbúð“ er merkileg bók. Hún geymir margar mikil- vægar nýjungar. Meðal þeirra er sú athugun, að stýrimanna- nöfn í Njálu séu sniðin eftir heitum norrænna manna, sem heimsóttu ísland um miðbik 13. aldar. Úr Njálu eru þessi dæmi talin: Hallvarður hvíti, Högni hvíti, Bárður svarti, Kol- beinn Arnljótarson, Eyjólfur nef, Kolbeinn svarti. Og svo bætir höfundur við: ,,En um miðja 13. öldina voru hér á ferð norskir menn, er svo hétu: Kolbeinn svarti, Eysteinn hvíti, Skeggi livíti, Þórhalli hvíti, Eyjólfur auðgi, Hallvarður gull- skór, ívar Arnljótarson. Þetta sýnist alveg auðtúlkað. Nöfnin í Njálu eru búin til samkvæmt aðferðinni: Hermann Stef- ánsson, Stefán Jóhann Jónasson." Þótt kenning þessi um nafnatengslin sé ekki frekar rök- studd, má glöggt greina, að hún er hafin yfir allan efa. Stýri- menn þrettándu aldarinnar, sem nú voru nefndir, koma allir við sögu okkar á árunum 1251—1261. Frá þjóðveldistímanum þekkjum við aðeins tvo menn með nafninu Kolbeinn svarti, aðeins tvo Arnljótarsonu, Kolbein og ívar, og meðal þeirra fjölmörgu útlendu stýrimanna, sem getið er um i íslands- ferðum á umræddum öldum, eru einungis tveir um livert af nöfnunum Eyjólfur, Hallvarður, Ólafur. í sex tilfellum hefur Njáluhöfundur notað skírnarnöfn norskra stýrimanna frá samtíð sinni sem nöfn á stýrimönnum í Njálu: Kolbeinn svarti og Kolbeinn Arnljótarson eru heitnir eftir Iíolbeini svarta, Eyjólfur nef eftir Eyjólfi auðga, Hallvarður hvíti eftir Ha!' varði gullskó, Bárður svarti eftir Bárði Hallröðarsyni og Ólafur elda eftir Ólafi af Steini. Hafa ]>rjú síðustu nöfnin

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.