Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1938, Page 18

Andvari - 01.01.1938, Page 18
14 Jón Þorláksson Andvari og hafði tekið uppsögn sambandsmálsins á stefnuskrá sína, skírður um og nefndur Sjálfstæðisflokkur. Þegar ]ón Maanússon andaðist, sumarið 1926, varð ]ón Þorláksson forsætisráðherra, og gegndu þeir Magn- ús Guðmundsson stjórnarstörfunum það sem eftir var kjörtímabilsins, án þess að bæta þriðja manni í stjórn- ina. Það mun viðurkennt af öllum, að ]óni hafi farizt forsætisráðherrastarfið mjög vel úr hendi, og fyrir fjár- málastjórn sína hefur hann fengið margra lof, sérstak- lega fyrir það, hve annt hann lét sér um að lækka skuldir landsins erlendis. Eg hygg þó, að það verk hans, er hann hækkaði allt í einu stórlega gengi íslenzku krónunnar um áramótin 1925—26, orki mjög tvímælis. Þetta hafði mjög truflandi áhrif á viðskiptin innanlands og efnahag manna, og var óhagstætt að mörgu leyti. ]ón hafði skömmu áður samið rit um gengismálið og hald- ið þar fram lággengi, í samræmi við kenningar helzta fjármálafræðings Svía, Cassels prófessors. Mönnum kom það því á óvart, er hann fór að berjast fyrir svo mjög hækkuðu gengi. En áhugi hans fyrir því, að greiða sem mest af erlendum skuldum, mun hafa ráðið. Eg minnist þess, að á umræðufundum um þetta mál sýndi hann fram á, að hann sjálfur væri einn þeirra manna, sem hækkun gengisins kæmi hart niður á, en sagði, að um það tjáði ekki að fást, þegar almenn nauðsyn krefði. Við þingkosningarnar 1927 sigraði Framsóknarflokk- urinn, og beið ]ón þá ekki þings, en bað um lausn fyr- ir ráðuneyti sitt undir eins að kosningum afstöðnum. Það er sagt, að eitthvað límkennt sé í setum ráðherra- stólanna, svo að þeir, sem í þá setjast, eigi örðugt með að standa upp. En svo var ekki um ]ón. Hann sagði mér það sjálfur, að hann yndi betur við sín gömlu, verk- legu störf en við stjórnarstörfin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.