Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 28
24
Þjóðlið íslendinga
Andvari
Þingeyinga að mynda slíkan pólitiskan félagsskap. —
Sams konar áskorun mun hafa verið send í öll kjördæmi
á landinu, og til stúdenta í Höfn.
Hér skal í stuttu máli skýrt frá undirtektum Þingey-
inga og fyrsta spori til Þjóðliðs íslendinga. Á fundi
fárra ungra manna að Einarsstöðum í Reykjadal var
þetta samið og samþykkt:
»Vér höfum nú nokkrir yngri menn rætt það vor á
meðal, hver afskipti vér gætum haft af þessu máli, eða
hvert þau yrði nokkur. En þar sem öll nauðsyn þótti
til bera, að þetta lífsmark yrði eigi látið kefjast, sökum
afskiptaleysis landsmanna af sóma sínum og gagni, þá
ætlum vér ósæmandi fyrir oss Þingeyinga að leiða það
hjá oss. Og til þess að tilraunir vorar og framkvæmdir
gangi í sömu átt og hinna 400 Vestfirðinga, þá höfum
vér gengið í félag, í sama allsherjar-augnamiði og þeir,
með þeim ákvörðunum til bráðabyrgða, er nú skal greina:
1. að félagið komi því til leiðar, að fundurinn á Þing-
velli verði sóttur af sem flestum ungum og efnileg-
um mönnum úr þessu kjördæmi.
2. að félagið stofni sjóð með 2 kr. tillagi frá sér-
hverjum félagsmanni, sem varið sé til þessa augna-
miðs.
3. að tillagið sé skilyrði fyrir atkvæðisrétti félagsmanna.
Um leið og vér tilkynnum yður þetta, skorum vér á
yður að gangast fyrir því, er nú skal greina:
1. að mál þetta verði sem flestum kunnugt í yðar sókn,
og að sem flestir gerist félagsmenn.
2. að sem flestir sóknarbræður yðar sæki fund þann,
sem boðaður er á Einarsstöðum í Reykjadal 24.
þ. m., þar sem vér ætlumst til, að mál þetta verði
ítarlega rætt og félaginu komið á fastan fót.