Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 28

Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 28
24 Þjóðlið íslendinga Andvari Þingeyinga að mynda slíkan pólitiskan félagsskap. — Sams konar áskorun mun hafa verið send í öll kjördæmi á landinu, og til stúdenta í Höfn. Hér skal í stuttu máli skýrt frá undirtektum Þingey- inga og fyrsta spori til Þjóðliðs íslendinga. Á fundi fárra ungra manna að Einarsstöðum í Reykjadal var þetta samið og samþykkt: »Vér höfum nú nokkrir yngri menn rætt það vor á meðal, hver afskipti vér gætum haft af þessu máli, eða hvert þau yrði nokkur. En þar sem öll nauðsyn þótti til bera, að þetta lífsmark yrði eigi látið kefjast, sökum afskiptaleysis landsmanna af sóma sínum og gagni, þá ætlum vér ósæmandi fyrir oss Þingeyinga að leiða það hjá oss. Og til þess að tilraunir vorar og framkvæmdir gangi í sömu átt og hinna 400 Vestfirðinga, þá höfum vér gengið í félag, í sama allsherjar-augnamiði og þeir, með þeim ákvörðunum til bráðabyrgða, er nú skal greina: 1. að félagið komi því til leiðar, að fundurinn á Þing- velli verði sóttur af sem flestum ungum og efnileg- um mönnum úr þessu kjördæmi. 2. að félagið stofni sjóð með 2 kr. tillagi frá sér- hverjum félagsmanni, sem varið sé til þessa augna- miðs. 3. að tillagið sé skilyrði fyrir atkvæðisrétti félagsmanna. Um leið og vér tilkynnum yður þetta, skorum vér á yður að gangast fyrir því, er nú skal greina: 1. að mál þetta verði sem flestum kunnugt í yðar sókn, og að sem flestir gerist félagsmenn. 2. að sem flestir sóknarbræður yðar sæki fund þann, sem boðaður er á Einarsstöðum í Reykjadal 24. þ. m., þar sem vér ætlumst til, að mál þetta verði ítarlega rætt og félaginu komið á fastan fót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.