Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 82
78
Staðþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar
Andvari
ið með góðu móti, þegar ræða á um ritunarstað sög-
unnar og höfund hennar.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að mállýzku-
myndanir hafa átt örðugt uppdráttar hér á landi. Því
eftirtektarverðara er það, hve merkingamunur orða á
sviði áttatáknananna er gífurlegur í hinum ýmsu lands-
hlutum. Svo var það á fyrri öldum og er enn þann dag
í dag. Nærtækustu dæmin og þau, sem skipta mestu máli í
þessari rannsókn, er notkun orðanna >útc og »ofan«. A
Suðurlandi er >út« notað sem áttartáknun í merking-
unni vestur. Má þetta heita regla í máli Sunnlendinga,
austan Hellisheiðar, þá er ræðir um vesturátt. Svo ó-
trúlega rótgróin hefir þessi sérkennilega málvenja reynzt,
þrátt fyrir áhrif frá öðrum landshlutum og móðurmáls-
kennslu skólanna.
Ekki þarf að ganga að því gruflandi, að þetta er
ævaforn málvenja og hefir ætíð verið eitt af sérkenn-
unum á máli Sunnlendinga. Fornrit vor og örnefnin sanna
þetta. Þess munu finnast fá dæmi í eldri heimildum, að
örnefni á Suðurlandi beri forskeytið »vestur« eða »vest-
ari«, til aðgreiningar frá samnefndu örnefni með for-
skeytinu »austur« eða »eystri«, ogS þegar það hendir,
munu utanfjórðungsmenn hafa verið að verki á einn eða
annan veg. Þá er Skaftfellingar eru undanþegnir, hefir
það verið og er enn jafn andstætt máltilfinningu þeirra,
að nota orðið »út« í merkingunni »vestur«, sem Sunn-
lendingum er það tamt og eiginlegt.
Telja má víst, að hin sunnlenzka notkun orðsins »út«
í merkingunni vestur sé arfur frá Noregi. Það er að
segja frá íbúum vesturstrandar Noregs. Þar féll hin
upprunalega merking beggja orðanna saman, þareð stefn-
an frá landi til nálægasta hafs er vestur á þeim slóðum.
Þegar vér svo gætum þess, að þetta á ekki við um