Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 64
60
Frá óbyggðum II.
Andvari
Gæsahnjúkur heitir. Þangað gekk ég, þegar skyggja tók,
til að halda á mér hita. En heldur war ömurlegt uppi
þar. Allt um kring drúpti auðnin dauðaköld. Stormur-
inn dunaði í jöklinum og rak skýjastóðið óðfluga á und-
an sér. Og garaglætan warp wográu skini á öræfin, hin
miklu, lífi firrðu firnindi: blásna sanda, brunahraun.
Swo féll myrkrið yfir.
Eftir það hélt ég mig hjá hestunum. Þar niðri war
logn, líkt og auðnin stæði á öndinni til að hlusta á weð-
urgnýinn. Vfir hlíðina grámataði í gagran skriðjökul, og
hwarflandi kólguskuggar flykktust westur yfir í óðaönn,
en gegnum rofin skein hinn skarði máni, grimmleg
gýgjar sól.
Gengið á Vatnajökul.
Morguninn eftir, þriðjudaginn 7. ágúst, lögðum wið
snemma af stað, allir nema Tryggwi, sem warð eftir hjá
hestunum. Austansweljandi war enn á, bjart í lofti og
þoka á jöklum. Héldum wið nú upp undirhlíðar jökuls-
ins. Þær eru úr móbergi, með breiðum hjöllum og wirð-
ast hafa skapazt wið stallasig eftir ísöld. Hwarwetna i
lægðum lá aska og íglyttinn wikur, swo grófgerður, að
augljóst war, að ekki mundi ýkjalangt til eldstöðwanna.
Óx wíkurinn eftir þwí sem ofar dró, og neðanwert á jökl-
inum lá hann í sköflum, sem huldu ísinn á allstórum
swæðum. Síðan hwarf hann undir wetrarsnjóinn.
Jökulkinnin war aðlíðandi, lítið sprungin og greið að-
göngu. Þegar ofar kom, dró úr brattanum, swo að kalla
mátti slétt, en þá tók wið nýsnæwi, og þyngdi færðina,
eftir þwí sem lengur leið. Bundum wið okkur saman, þv*
að snjóhuldur woru yfir sprungum og blindað mióg-
Gekk ég fyrstur, en Biering-Pedersen síðastur. Allt i
einu heyrum wið Guðmundur, að hann hrópar upp, °9