Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 63
Andvari
Frá óbyggðum II.
59
Þar verður lægð frá norðri til suðurs og í henni tvær
tjarnir með mosadrögum á milli og í kring. Það voru
Gæsavötn.
Við Gæsavötn.
Nú er þess að geta, að allar okkar ráðagerðir voru
reistar á því, að við hefðum haga við vötnin og gætum
farið þaðan upp á jökul, norður fyrir hann og suður i
Vonarskarð, enda hneig öll vitneskja, sem fáanleg var,
í þá átt, að þetta væri vel fært. En hér var haglaust
með öllu, og kom það flatt upp á Tryggva ekki síður
en okkur. Að vísu var sumarið kalt og síðgróið til
heiða, en það réð þó ekki úrslitum, heldur hitt, að í
Sosinu um haustið hafði fallið hér allmikil aska, er vafa-
laust kippti vexti úr gróðrinum. Loks höfðu gæsir kropp-
að flest þau strá, sem upp komu, og skilið eftir flug-
fjaðrirnar í staðinn.
Hestarnir voru hungraðir og slæptir af langri leið.
Þó varð það ráð okkar að láta fyrir berast við vötnin
nóttina, ganga á jökulinn næsta dag, ef auðið yrði,
°9 halda að því búnu ofan á efstu haga.
Tjölduðum við nú og heftum hestana, en ekki þótti
vogandi annað en vaka yfir þeim. Urðum við Tryggvi
M þess, og vakti ég fyrst.
Nótt fór í hönd, og notaði ég tímann, meðan bjart
Var. til að athuga gróðurinn, safna svifdýrum í vötnun-
um og mæla í þeim hitann. Hann var 8 stig, eins og í
pælu, svo að hér var einnig vottur jarðhita, enda reynd-
'st gróðurinn fjölskrúðugri en við var að búast, þegar
Pess er gætt, að Gæsavötn liggja meira en 900 m yfir
siavarmál eða í svipaðri hæð og efstu eggjar byggðar-
naljanna víða um land.
hlíðinni upp frá vötnunum stendur lítið fell, sem