Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 52
48
Frá óbyggðum II.
Andvari
hér við hinn mikla farandfjanda: flugsandinn. Neðan-
vert í dalnum er jarðvegurinn þykkur og þrútinn af fok-
leir (löss), svo að rætur plantnanna ná hvergi niður á
fastan grunn. Þar er uppblástur að hefjast við götur og
læki. Vindurinn sleikir burtu móhelluna og leirinn und-
ir plönturótunum, svo að gróðurinn visnar og deyr. (Jm
miðjan dalinn er landið örfoka með fáeinum holbekktum
börðum, sem líkjast risuvöxnum sveppum. Þau hýma
þarna á auðninni í algerðu vonleysi, eins og gamal-
menni, sem bíða dauðans. Þó vita þau sínu viti og geyma
glöggar menjar um öskufall og áfok óralangra tíma.
Enn framar kemur svo hinn harðfengi og lífgjarni gróð-
ur og nemur að nýju það land, sem uppblásturinn eyddi.
Loks kemur annar í hans stað, fegurri að vísu en hóg-
lífari en hann.
Þetta er sagan.
Við gistum á Lundarbrekku, þar sem Bárður bjó, sá
er dalurinn er við kenndur. Síðar fluttist hann suður í
Fljótshverfi með alla búslóð sína og fann þá Vonar-
skarð, að því er Landnáma segir, og er sú ferð allfræg.
Seinna á öldum týndist skarðið, unz Björn Gunnlaugs-
son fann það og fór fyrstur manna í nýjum sið. í garð-
inum á Lundarbrekku óx hvannstóð mikið og fagurt.
Var hvönnin flutt þangað heim og sett niður hjá heimulu-
njóla, en hvönnin óx njólanum yfir höfuð og lá við sjálft, að
hún kæfði hann, áður en hann var fluttur til. Svona var
sambúðin þar.
Daginn eftir fórum við fram að Víðikeri. Það er ann-
ar syðsti bær í Bárðardal austanverðum og stendur
raunar uppi á hálsinum austan við dalinn. Bóndinn þar.
Tryggvi Guðnason, var ráðinn til fylgdar við okkur, en
hann var allra manna kunnugastur um vestanvert O-
dáðahraun og afrétt Bárðdælinga. Hafði hann farið þar