Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 68

Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 68
64 Frá óbyggðum II. Andvari' litla en loðna, við Iæk, sem rann eftir sandinum. Heitir þar Fljótshagi, og er hann að öllu eins og Gælufit, nema miklum mun stærri. Þarna gistum við nú, enda var tek- ið mjög að rökkva, er við komum þangað, og urðu klárarnir haganum harla fegnir, en við hvíldinni. Næsta morgun í bráðabýti lögðu þeir Guðmundur og Tryggvi lausríðandi suður í Vonarskarð. Eg tímdi ekki að taka núna hesta í slíkt ferðalag, og urðum við Bier- ing-Pedersen eftir. Tókum við okkur upp með allan far- angurinn undir hádegi og héldum norðurá bóginn, eins og leið liggur. Fórum við tómlega, því að margt var að athuga betur og festa í minni sér, þess, sem áður er lýst. Nú var fagurt á fjöllum, sól yfir söndum og hraun- um. Að baki lá Vatnajökull hreinn og heiðhvítur. Aust- ur af Vonarskarði miðju reis hið mikla jökulhvel, sem er efalaust eitt hæsta fjall á landinu. Sumir hafa kallað það Bárðarnúp til minja um Gnúpa-Bárð, en ekki er það réttnefni. Núpar heita hyrnur framan í fjöllum eða hlíðabrött fell, sem skaga fram úr hálendinu, og bendir nafnið til bratta. Auk þessa þykir mér þetta heiti eiga illa við, því að núparnir eru tíðast fremur lítil fell og lítt áberandi til að sjá. Hverjum mundi koma til hugar að nefna Oræfajökul núp, t. d. Oræfanúp'? Ef mönnum þykir nauðsynlegt að kenna þetta fjall við karlinn Bárð, þá ætti það að heita Bárðarjökull. En þarna á öræfun- um flaug mér í hug nafnið Skalli, og geta þeir haft það. sem hafa vilja. Bárðarnúp mætti aftur nefna hamrabrun mikla, er sést víða að og skilur skriðjökla vestan í Vatna- jökli, norður frá Kerlingum, enupp af Köldukvíslarbotnum. Við félagar fórum niður í Öxnadal um daginn og náðum þangað tímanlega. Seint um kvöldið komu þeir Guðmundur og Tryggvi, og höfðu þeir farið allt suður til vatnaskila í Vonarskarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.