Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 68
64
Frá óbyggðum II.
Andvari'
litla en loðna, við Iæk, sem rann eftir sandinum. Heitir
þar Fljótshagi, og er hann að öllu eins og Gælufit, nema
miklum mun stærri. Þarna gistum við nú, enda var tek-
ið mjög að rökkva, er við komum þangað, og urðu
klárarnir haganum harla fegnir, en við hvíldinni.
Næsta morgun í bráðabýti lögðu þeir Guðmundur og
Tryggvi lausríðandi suður í Vonarskarð. Eg tímdi ekki
að taka núna hesta í slíkt ferðalag, og urðum við Bier-
ing-Pedersen eftir. Tókum við okkur upp með allan far-
angurinn undir hádegi og héldum norðurá bóginn, eins
og leið liggur. Fórum við tómlega, því að margt var að
athuga betur og festa í minni sér, þess, sem áður er
lýst. Nú var fagurt á fjöllum, sól yfir söndum og hraun-
um. Að baki lá Vatnajökull hreinn og heiðhvítur. Aust-
ur af Vonarskarði miðju reis hið mikla jökulhvel, sem
er efalaust eitt hæsta fjall á landinu. Sumir hafa kallað
það Bárðarnúp til minja um Gnúpa-Bárð, en ekki er
það réttnefni. Núpar heita hyrnur framan í fjöllum eða
hlíðabrött fell, sem skaga fram úr hálendinu, og bendir
nafnið til bratta. Auk þessa þykir mér þetta heiti eiga
illa við, því að núparnir eru tíðast fremur lítil fell og
lítt áberandi til að sjá. Hverjum mundi koma til hugar
að nefna Oræfajökul núp, t. d. Oræfanúp'? Ef mönnum
þykir nauðsynlegt að kenna þetta fjall við karlinn Bárð,
þá ætti það að heita Bárðarjökull. En þarna á öræfun-
um flaug mér í hug nafnið Skalli, og geta þeir haft það.
sem hafa vilja. Bárðarnúp mætti aftur nefna hamrabrun
mikla, er sést víða að og skilur skriðjökla vestan í Vatna-
jökli, norður frá Kerlingum, enupp af Köldukvíslarbotnum.
Við félagar fórum niður í Öxnadal um daginn og
náðum þangað tímanlega. Seint um kvöldið komu þeir
Guðmundur og Tryggvi, og höfðu þeir farið allt suður
til vatnaskila í Vonarskarði.