Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1938, Page 90

Andvari - 01.01.1938, Page 90
86 Staðþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar Andvari Þegar vér hugleiðum það, að Njáluhö'fundur notar áttartáknunina austur eða austan 35 sinnum í frásögn- um um ferðalög innan Rangárþings, en vestur eða vest- an að eins 2 sinnum, lægi sú ályktun beint við, að hon- um hafi í heild sinni verið ótamar síðarnefndar áttar- miðanir. En það er öðru nær að svo sé. Vér höfum áð- ur getið þess, að hann notar vestur 9 sinnum í frásögn- um um ferðalög úr Rangárþingi til norðanverðrar Ár- nessýslu; og yfirleitt virðist söguritarinn nota báðar átta- miðanirnar: austur og vestur jöfnum höndum fyrir utan Rangárþing. Orsökin til sérstöðu Rangárþings í þessu efni hlýtur því að standa í sambandi við legu skráning- arstaðar sögunnar. Og hans er þá vissulega að leita í nærsveitum vestan þessa héraðs. Við nánari athugun kemur það í ljós, að mönnum er það yfirleitt ótamt að nota áttarmiðun um hreyfingu milli tveggja staða í nærsveitum, sem er gagnstæð við stefnuna að heiman til þessara staða. Af þeim sökum hefir Njáluhöfundur svo oft orðið austan í staðinn fyrir vestur, þegar hann greinir frá ferðum í áttina til ritun- arstaðar sögunnar. Af sömu ástæðu er honum einnig svo tamt sem raun ber vitni um að nota áttarmiðunina austur, þá er hreyfingin er í austurátt frá ritunarstaðn- um. Áttarheitið er þá hið sama, hvort heldur var miðað við þennan stað eða brottfararstað sögupersónunnar. Að þessu athuguðu má ganga út frá því sem nokk- urn veginn gefnu, að Njálssaga sé ekki skráð vestan Hellisheiðar. Ef svo væri, mundu sérkennin á áttamið- unum Rangárþings ekki hafa komið svo skýrt fram sem fyrr greindi og enn síður hefði þá áttamiðunin vestur verið notuð að staðaldri í sambandi við ferðir um norð- anverða Árnessýslu. í suðurhluta þessa héraðs mun bVI Njálssaga vera rituð, — í Flóa eða Ölfusi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.