Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 90
86
Staðþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar
Andvari
Þegar vér hugleiðum það, að Njáluhö'fundur notar
áttartáknunina austur eða austan 35 sinnum í frásögn-
um um ferðalög innan Rangárþings, en vestur eða vest-
an að eins 2 sinnum, lægi sú ályktun beint við, að hon-
um hafi í heild sinni verið ótamar síðarnefndar áttar-
miðanir. En það er öðru nær að svo sé. Vér höfum áð-
ur getið þess, að hann notar vestur 9 sinnum í frásögn-
um um ferðalög úr Rangárþingi til norðanverðrar Ár-
nessýslu; og yfirleitt virðist söguritarinn nota báðar átta-
miðanirnar: austur og vestur jöfnum höndum fyrir utan
Rangárþing. Orsökin til sérstöðu Rangárþings í þessu
efni hlýtur því að standa í sambandi við legu skráning-
arstaðar sögunnar. Og hans er þá vissulega að leita í
nærsveitum vestan þessa héraðs.
Við nánari athugun kemur það í ljós, að mönnum er
það yfirleitt ótamt að nota áttarmiðun um hreyfingu
milli tveggja staða í nærsveitum, sem er gagnstæð við
stefnuna að heiman til þessara staða. Af þeim sökum
hefir Njáluhöfundur svo oft orðið austan í staðinn fyrir
vestur, þegar hann greinir frá ferðum í áttina til ritun-
arstaðar sögunnar. Af sömu ástæðu er honum einnig
svo tamt sem raun ber vitni um að nota áttarmiðunina
austur, þá er hreyfingin er í austurátt frá ritunarstaðn-
um. Áttarheitið er þá hið sama, hvort heldur var miðað
við þennan stað eða brottfararstað sögupersónunnar.
Að þessu athuguðu má ganga út frá því sem nokk-
urn veginn gefnu, að Njálssaga sé ekki skráð vestan
Hellisheiðar. Ef svo væri, mundu sérkennin á áttamið-
unum Rangárþings ekki hafa komið svo skýrt fram sem
fyrr greindi og enn síður hefði þá áttamiðunin vestur
verið notuð að staðaldri í sambandi við ferðir um norð-
anverða Árnessýslu. í suðurhluta þessa héraðs mun bVI
Njálssaga vera rituð, — í Flóa eða Ölfusi.