Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 88
84
Staðþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar
Andvari
notaðar jöfnum höndum, þá er ræðir um hreyfingu með-
al staða innan þingsins, en svo er ekki. Það þarf eng-
an að undra, þótt áttartáknunum sé alloft sleppt, en það
er gert svo einhliða, að um einbera tilviljun getur ó-
mögulega verið að ræða. Mér hefir talizt svo til, að í
Njálssögu sé 35 sinnum greint frá ferðum manna á
svæðinu milli Þjórsár og Jökulsár á Sólheimasandi með
áttamiðunum »austur* og »austanc, en að eins 2 sinn-
um með >vesturc. Síðarnefndu dæmunum er auk þess
þannig varið, að fram hjá áttamiðunum varð naumast
komist með góðu móti, ef ekki átti að brjóta í bág við
almenna máltilfinningu. Þau hljóða svo:
»Riðu þeir austur yfir Markarfljót, og fundu þar kon-
ur snauðar, þær báðu, að þær skyldi reiða vestur yfir
fljótið*. — »Kári reið nú vestur fyrir Seljalandsmúla og
upp með Markarfljóti og svo upp í Þórsmörkc. Á hinn
bóginn er svo að sjá sem Njáluhöfundur hafi beinlínis
tilhneigingu í þá átt að nota orðin austur og austan,
því oft er þessara áttamiðana engin þörf. Hér er um
svo glögg málfarseinkenni að ræða, að það má bók-
staflega þreyfa á þeim. Höfundinum er það auðsjáan-
legu um hönd að nota áttamiðunina »vesturc um ferða-
lög í Rangárþingi. Þegar hreyfingin er vestlæg, er stefn-
an jafnan táknuð með orðinu »austanc í staðinn fyrir
»vesturc, en »vestan« kemur aldrei fyrir, — ætíð austurt
ef áttarmiðun er notuð.
»NjálI sendir Þórð Leysingjason austur undir Eyi^'
fjöll og bað hann vera í burtu eina nótt. Hann f°r
austur og gaf honum ekki austanc. »Tveim nóttum síð*
ar kom Þórður austan*. »Það var um vorið, að Otkell
mælti, að þeir myndi ríða austur í Dal og létu allir vel
yfir því, — stefna þeir austur til Markarfljóts«. *Ot-
kell kemur austur í Dal og er þar við þeim vel tekið**