Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 20
16
Jón Þorláksson
Andvari
vatnavirkjuninni óx meir og meir hér heima fyrir, og
varð hún upp úr þessu helzta áhugamál Jóns Þorláks-
sonar. Það var talað um, að Reykjavíkurbær réðist í að
virkja Sogið. Mörgum þótti þó í of mikið ráðizt, ef lagt
væri út í svo dýrt fyrirtæki. Svo varð það úr, að ráðizt
var í að virkja Elliðaárnar, og höfðu þeir Jón Þorláks-
son og Guðmundur Hlíðdal verkfræðingur forgöngu í
því máli. Jón reisti stöðvarhúsin við Elliðaárnar. Var
verkinu lokið haustið 1920 og hefur Reykjavík síðan
verið raflýst og ýmis iðnaðarfyrirtæki í bænum hafa feng-
ið þaðan afl til vinnu.
Rétt eftir að Jón hætti við ráðherrastörfin var hon-
um falin forstaða byggingar síldarverksmiðju ríkisins á
Siglufirði. Tvö stórhýsi byggði hann hér í bænum, hús-
ið við Bankastræti, þar sem hann bjó og hafði verzlun
sína, og húsið milli Austurstrætis og Austurvallar, sem
nú er selt öðrum. Þá má nefna bæina svo kölluðu við
Baldursgötu, sex hús samliggjandi, sem snúa stöfnum að
götunni, og seldi hann þau hús jafnóðum og hann bygs®1
þau. Áttu þau að vera tilraun til þess, að byggja ódýr-
ari íbúðarhús úr steinsteypu hér í bænum en áður tíðk-
uðust.
Á síðustu þingmennskuárum Jóns Þorlákssonar var
breyting á kosningalögunum og kjördæmaskipuninni aðal
deilumálið. Unnu Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokk-
urinn þar saman og kröfðust breytinga, en Framsókn-
arflokkurinn vildi halda eldri kjördæmaskipun og kosn-
ingafyrirkomulagi. Milliþinganefnd hafði málið til með-
ferðar 1931—32, og átti Jón Þorláksson sæti í henni
og var þar mestu ráðandi frá hálfu Sjálfstæöisflokksins.
Alþýðuflokkurinn hélt því fram, að allt landið yrði eitt
kjördæmi og Sjálfstæðisflokkurinn var því ekki mótfall-
inn, þótt hann hefði einnig aðrar tillögur um lausn máls-