Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 56
52
Frá óbyggðum II.
Andvari
Er við höfðum áð um sinn, héldum við suður Skafa
og yfii' hraunarminn syðri. Þar opnast sýn suður dalinn,
og er hann þar stórum fríðari en fyrr: undirlendi íbotni
og brattar hlíðar á báða vegu upp á ávala hálsa. Að
austanverðu í dalnum heitir Hafursstaðahlíð. Upp frá
henni liggur graslendi, sem Grafarlönd beitir, en Dreið-
dalur enn austar. Suður frá honum gengur Langadrag
og Hilludalur, en Kolmúladalur til suðausturs, upp með
Frambruna, og er hann austastur. Þar cr leitarmanna-
kofi. Allir eru dalirnir grunnir og næsta ólíkir því, sem
þjóðsögur herma um yfirskyggða dali í Odáðahranni.
Framan við Suðurárhraun fellur Sandá, vatnsmikill
lækur, sem kemur ofan af Kolmúladal.
Suður fráánnieru gróðurtorfur nokkrar íhlíðinni ogblás-
ið í kring. Þær eru geysiháar, vaxnar valllendi og kafloðn-
ar. Áður fyrri var þar býli, er hét á Hafursstöðum, og
örnefni eru við kennd. Neðsta torfan nefnist Réttartorfa,
og var þar lengi rétt, þar sem Mývetningar og Bárð-
dælir drógu sundur fé í fjallgöngum, og sér enn fyrir
tóttum,en þegar uppblásturinn óx, var réttin færð að Víði*
keri. Torfurnar sýna, hve jarðvegur hefir verið þykkur
og grózkumikill hér í dalnum, og standa nú einar eftir
sem minjar horfinnar hagsældar. Fram af torfunum taka
við sléttar grundir upp með Hafursstaðahlíð og heita
þær Hafursstaðaeyrar. Þar er vegur viðbrigðagóður, og
fórum við greitt. Gæsir voru á beit á grundunum, hundr-
uðum saman. Þær voru í sárum og þustu undan okkur
út á fljótið, sem líður lygnum straumi út með vestur-
hlíð dalsins.
Þegar nokkuð dregur fram, sveigir dalurinn til suð-
vesturs, og heitir hann Krókdalur þaðan upp að Oxna-
dal. Efst á sveignum verða fyrir ársprænur tvær: Sand-
múladalsá fyrst, en síðan Krossá. Koma þær úr afdol-