Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 58
54
Frá óbyggðum II.
Andvari
vill gelur það villt um fyrir aðsteðjandi óvinum. En hitt
er víst, að sú er hin hinzta líknsemd, sem náttúran
Iætur oss lifendum í té, þegar ekki dregur lengur und-
an, að fella á oss óminnisdvala.
Ég þóttist ganga úr skugga um það, að þessar gæs-
ir væru ekki venjulegar grágæsir, heldur teldust þær til
annarrar tegundar líkrar (anser brachyrhynchus), sem ekki
var talin verpa hér á landi, en ekki gat ég fengið af
mér, eins og á stóð, að farga neinni þeirra til að afla
mér órækra sannana um það.1)
Gæsir verpa meðfram öllu Skjálfandafljóti, ýmist í
hólmum, hraunum eða klettum, t. d. í Krossárgili. Hreiðr-
in gera þær úr stráum og reita dún í, þegar eggin taka
að unga. Tíðast eru 5 egg í hverju hreiðri. Stegginn
heldur sig lengst af í námunda við hreiðrið og sinnir
ungunum, ásamt móðurinni.
Eftir þetta æfintýri héldum við fram eyrarnar í daln-
um, og ná þær upp að læk, sem heitir Syðri-Lambá og
fellur í gilskoru niður af hálsinum. Þar var sveigt upp
í hlíðina og inn svo nefnda Bálabrekku, stirðan veg um
grófir og gilskorur. Á móti brekkunni, vestanvert í daln-
um, eru gróðurtorfur í blásnum hálsinum, og sér þar
fyrir fornum tóttum. Heitir þar á Helgastöðum og var
landnámsjörð. Þar er sagt, að búið hafi Helgi krókur,
er á að hafa þegið land af Gnúpa-Bárði framan Mjóa-
dals og numið Krókdal. Það landnám er nú allt í auðn.
Bálabrekka nær upp að kjafti Öxnadals. Hann geng-
ur frá Krókdal langt til suðurs. Á rennur eftir dalnum
og hefir skorið sér farveg milli jökulmela. Meðfram
henni er blásið, en mikill gróður í hlíðunum, einkum að
1) Síðan hefir Magnús Björnsson fært sönnur á, að þessi gaesa-
tegund verpir víða hér um hálendið, meðal annars upp með Skjálf-
andafljóti, og nefnir hana heiðagæs.