Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1938, Page 58

Andvari - 01.01.1938, Page 58
54 Frá óbyggðum II. Andvari vill gelur það villt um fyrir aðsteðjandi óvinum. En hitt er víst, að sú er hin hinzta líknsemd, sem náttúran Iætur oss lifendum í té, þegar ekki dregur lengur und- an, að fella á oss óminnisdvala. Ég þóttist ganga úr skugga um það, að þessar gæs- ir væru ekki venjulegar grágæsir, heldur teldust þær til annarrar tegundar líkrar (anser brachyrhynchus), sem ekki var talin verpa hér á landi, en ekki gat ég fengið af mér, eins og á stóð, að farga neinni þeirra til að afla mér órækra sannana um það.1) Gæsir verpa meðfram öllu Skjálfandafljóti, ýmist í hólmum, hraunum eða klettum, t. d. í Krossárgili. Hreiðr- in gera þær úr stráum og reita dún í, þegar eggin taka að unga. Tíðast eru 5 egg í hverju hreiðri. Stegginn heldur sig lengst af í námunda við hreiðrið og sinnir ungunum, ásamt móðurinni. Eftir þetta æfintýri héldum við fram eyrarnar í daln- um, og ná þær upp að læk, sem heitir Syðri-Lambá og fellur í gilskoru niður af hálsinum. Þar var sveigt upp í hlíðina og inn svo nefnda Bálabrekku, stirðan veg um grófir og gilskorur. Á móti brekkunni, vestanvert í daln- um, eru gróðurtorfur í blásnum hálsinum, og sér þar fyrir fornum tóttum. Heitir þar á Helgastöðum og var landnámsjörð. Þar er sagt, að búið hafi Helgi krókur, er á að hafa þegið land af Gnúpa-Bárði framan Mjóa- dals og numið Krókdal. Það landnám er nú allt í auðn. Bálabrekka nær upp að kjafti Öxnadals. Hann geng- ur frá Krókdal langt til suðurs. Á rennur eftir dalnum og hefir skorið sér farveg milli jökulmela. Meðfram henni er blásið, en mikill gróður í hlíðunum, einkum að 1) Síðan hefir Magnús Björnsson fært sönnur á, að þessi gaesa- tegund verpir víða hér um hálendið, meðal annars upp með Skjálf- andafljóti, og nefnir hana heiðagæs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.