Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 29
Andvari
Þjóðlið íslendinga
25
3. að þér og sóknarbræður yðar skori á þá af ung-
um mönnum, er þér ætlið bezt fallna til að sækja
fundinn á Þingvöllum héðan úr kjördæminu, um að
gefa sig fram til fararinnar fyrir fundinn að Ein-
arsstöðum. Einarsstöðum 13. júní 1884“.
Undir þetta rituðum vér 12 fundarmenn og sendum
í hverja sókn sýslunnar. Eg hef ekki getað náð í þessa
Einarsstaða-fundargerð frá 24. júní. Hann mun hafa verið
sóttur úr miðsýslunni, og félögum fjölgað. Var kosin 7
manna nefnd til þess að hrinda þessum málum enn á-
fram, semja lög og reglur fyrir félagið og boða síðan
til aðalfundar, þar sem stjórn væri kosin, lög samþykkt
og reglugerð. Nokkur undirbúningur hafði orðið til Þing-
vallafundar-ferðar úr kjördæminu, en þarna á fundinum
var það vitað, að ekkert myndi af honum verða. Her-
hvöt þeirra Vesttirðinganna hafði ekki getað vakið þjóð-
ina. Þeim hafði litlu eða engu verið svarað, nema úr
Þingeyjarsýslu.
Þessi 7 manna nefnd boðaði svo til fundar að Múla
1- desember 1885. Mættu þar um 20 manns, úr 3 hrepp-
um sýslunnar. Var kosinn til fundarstjóra ]ón alþm. á
Qautlöndum. Þar mætti og að sjálfsögðu húsbóndinn í
Múla, séra Benedikt Kristjánsson, þingm. N-Þingeyinga.
Hér fer á eftir ágrip af því, sem fram fór á fundinum.
1- Var leitað álits viðstaddra þingmanna um myndun
slíks pólitísks flokks, er hér var verið að stofna til
á undan. Töldu þeir til þess fulla nauðsyn, til
að glæða pólitískt líf í landinu og hafa áhrif á
stjórn og löggjöf landsins.
2- Nefndin lagði fram uppástungur til frumskrár og
reglugerðar, sem var samþykkt með nokkrum breyt-
ingum.