Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 72
Andvari
Síaðþekking og áttamiðanir
Njáluhöfundar.
i.
Um staðþekkingu Njáluhöfundar hefir bæði margt og
merkilegt verið ritað. í fremstu röð má óhikað telja at-
huganir Dr. Kristjáns Kálunds og lokaþátt hinnar ágætu
ritgerðar Dr. Einars Ólafs Sveinssonar »Um Njálu«-
Hafa þessir grandvöru fræðimenn gert rannsóknarefni
þessu svo góð skil, að get ég verið fremur stuttorður
um þá hlið málsins.
Dr. Einar hefur staðfræðirannsókn sína með mjög
athyglisverðri athugun. Hann bendir á, hve geysimikill
munur sé á örnefnafjölda hinna ýmsu landshluta, í Njáls-
sögu, miðað við lengd þess lesmáls, sem þeir hljóta í
sögunni, og kemst að eftirfarandi niðurstöðu:
Austfirðir.......... 21 örnefni á 6 blaðsíðum.
Skaptafellsþing .... 35 — á 26 —
Rangárþing ......... 54 — á 180 —
Þórnesþ. og Vestfirðir 28 — á 24 —
Svo sem Dr. Einar tekur og skýrt fram, er það að
athuga við þenna samanburð, að búast má við fleiri ör-
nefnum í þeim frásögnum, sem greina frá ferðalögum"
en bætir við, að þetta nægi ekki til að skýra hina miklu
fátækt sögunnar á staðanöfnum í Rangárþingi saman-
borið við örnefnafjölda Austfirðingafjórðungs. Þegar þess
er gætt, að hlutfallstölur örnefna í Rangárþingi og Aust-
firðingafjórðungi eru sem 5,8 á móti 1, er auðsætt, að