Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 26
22
ÞjóÖIið íslendinga
Andvari
atriði eru þau, sem alþingi hefir stungið upp á að breyta
eða hafa öðruvísi; hin þriðju eru þau, sem alþingi hefir
beint mælt á móti. Það verður því ekki annað sagt, en
að stjórnarskrá þessi sé valdboðin, — og það að óþörfu,
því að alþingi hafði vísað á aðra vegi, ef hún vildi meta
fylliíega réttindi vor og misbjóða hvorki þjóð né þingi.«
Þrátt fyrir þessa skoðun ]. S. og fleiri, sló nú kyrrð
á stjórnmálin um hríð. Mun þar hafa að nokkru ráðið,
að stjórnin hét því, að leggja fyrir fjórða þing þar frá
stjórnarskrárfrumvarp. Þetta efndi stjórnin ekki; en á
þinginu 1881 lagði Benedikt Sveinsson fram breytingar-
tillögur við stjórnarskrána. Voru þær að miklu byggðar
á frumvarpi alþingis 1873. Úr 5 kjördæmum lágu fyrir
þinginu áskoranir um að taka málið fyrir; en úr Þing-
eyjarsýslu einni komu fram ákveðnar tillögur um breyt-
ingar á stjómarskránni. Málinu var vísað til annarrar
umræðu í neðri deild, og komst ekki lengra. Það var
samt töluvert rætt við fyrstu umræðu, og virtist hafa
lítið fylgi. Á næsta þingi, 1883, var málið aftur flutt í
neðri deild. Fylgi úr kjördæmum var lítið og óákveðið
nema úr Þingeyjarsýslu. Nú var málið sett í 7 manna nefnd,
Hún gerði miklar breytingar á Benedikts-frumvarpinu,
svo sumir töldu lítið eftir, sem gagn væri að, en þrátt
fyrir það, gaf landshöfðingi enga von um, að stjórnin
myndi ganga inn á frumvarpið, eins og það kom frá
nefndinni. Málið fekk nú 2 umræður í deildinni, og
komst ekki lengra. Sat nú við það sama með mál-
ið og blés ekki byrlega. Það var eins og mest öll þjóð-
in hefði sofnað frá því, með foringjanum, sem nú var
fallinn, eða tapað trúnni á sigur þess.
Það var á þessum tímamótum, eða upp úr þessum
pólitíska jarðvegi, sem hér hefir að nokkru verið lýst,
sem Þjóðliðið reis á legg árið 1884. Áhuginn fyrir þjóð-