Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 40
36
Sveitakonan — móðir og amma
Andvari
Þegar eg tek svo til orða, að miklar eyður séu í sög-
urnar, á eg m. a. við það, að þær minnast varla á innan
bæjar málefni. Þegar vér lesum þær, vaknar spurningin
þessi í huga vorum:
Hvernig hagaði kvenþjóðin sér á liðnum öldum, þegar
hetjur riðu um héruð með hjálm á höfði og skjöld við
hlið?
]ú, við vitum, að Hallgerður sat í dyngju og konur
hjá henni og töluðu margt gáskasamlegt, þegar Sigmund-
ur varð eggjunarfífl hennar og kvað skopið um feðgana
að Bergþórshváli. Það er og í frásögur fært, í Laxdælu,
að Guðrún Ósvífursdóttir spann vefjargarn í ákafa, dag-
inn þann, sem bræður hennar og Bolli unnu bana Kjartani
Ólafssyni.
Þar áður og löngu áður bar þeim á milli út af vatni
— út af árvatni, Brynhildi Buðladóttur og Guðrúnu
Gjúkadóttur, eftir því sem Völsungasaga hermir. Um
þessa og því um líka atburði er getið í sögunum vegna
þess, að þessir atburðir urðu þess valdandi, að bani
höfðingja hlautst af hátterni og orðum kvennanna. —
En þögula sagan, sem gerðist innan bæja og sem
konurnar lögðu til efnið í — hún er ekki samin eða
skeytt inn í styrjaldarsagnirnar — því miður.
Einn þáttur þeirrar hljóðu sögu, sem gerzt hefir innan
bæjar í landi voru forðum tíð, einnig í þeim híbýlum>
sem eyðirústirnar eru nú til vitnis um, er um tóvinnuna,
sem þjóðin afrekaði á liðnum tíma. Svo er að sjá a
Njálu, að sérstök vefjarstofa hafi verið til á bæium. Hun
er nefnd í brunarústum Bergþórshváls. En hvað sem þyl
líður, sýna sögurnar margsinnis, að menn, sem fóru
utan, höfðu vanalega til fararefna vaðmál, stundum 20
hundraða mórend eða þá einlit. 2400 álna! Þvílík vara.
Vera má, að höfðingjar hafi sópað saman vörunni h)a