Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 76
72
Staðþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar
Andvari
Gunnar reið »neðan úr eyjum* af engjum sínum og
>neðan að Rangá«, segir Njáluhöfundur. Þessi ummæli
gefa oss allskýra bendingu um það, hwar engjar hans
hafi legið. Síðan ríður Gunnar til þess er hann sér fyr-
irsátursmennina við ána. Er svo að sjá sem um all-
langan veg sé að ræða. Kemur þetta og öldungis heim
við legu vígvallarins við Þorgeirsvað, en það er að sögn
fróðra manna á Rangá skammt fyrir neðan Keldnavað.
Þannig ber hér allt að sama brunui. Verður því ekki
um villzt, að leið Gunnars frá Hlíðarenda til engja hans
myndar hér um bil rétt horn. Og hornpunkturinn er
hjá Keldum.
Umræddar frásagnir hafa, sem kunnugt er, verið not-
aðar sem sönnunargögn fyrir því, að staðþekkingu Njálu-
höfundar á Rangárvöllum sé næsta áfátt. Sú skoðun er
eflaust ekki rétt. Þvert á móti bera þær þess vott, að
hann hafi hvergi í Rangárþingi haft svo örugga stað-
þekkingu sem við Eystri-Rangá og þá sérstaklega á al-
mannavegum frá Keldum. Höfundur lætur þá Hlíðar-
endamenn ekki ferðast á Keldnamannavegum vegna þess
að hann þekki ekki aðrar og fyrir þá líklegri leiðir þar
í byggðarlagi. Heldur af þeirri einföldu ástæðu, að Keldna-
mannavegir stóðu skýrastir fyrir hugskotssjónum hans,
er hann ritaði söguna. Vér getum meira að segja ekki
varizt þeirri hugsun, að hugmyndin um það, að Gunnar
hafi átt engjar í Landeyjum, fyrir sunnan Rangá, se
sprottin af því, að Keldnabændur í tíð Njáluhöfundar
hafi nytjað engjar þar á slóðum. Vér vitum, að Odda-
og Keldnalönd gengu í sömu ættinni á 12. og 13. öld
og að Keldnafjölskyldan átti báðar jarðirnar um 1270.
Vér vitum einnig, að Keldur hafa ætíð verið engjarýr jörð.
Meira að segja er kunnugt um það, að Keldnabændur
stunduðu heyskap suður í Þykkvabæ, um eitt skeið.