Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1938, Page 76

Andvari - 01.01.1938, Page 76
72 Staðþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar Andvari Gunnar reið »neðan úr eyjum* af engjum sínum og >neðan að Rangá«, segir Njáluhöfundur. Þessi ummæli gefa oss allskýra bendingu um það, hwar engjar hans hafi legið. Síðan ríður Gunnar til þess er hann sér fyr- irsátursmennina við ána. Er svo að sjá sem um all- langan veg sé að ræða. Kemur þetta og öldungis heim við legu vígvallarins við Þorgeirsvað, en það er að sögn fróðra manna á Rangá skammt fyrir neðan Keldnavað. Þannig ber hér allt að sama brunui. Verður því ekki um villzt, að leið Gunnars frá Hlíðarenda til engja hans myndar hér um bil rétt horn. Og hornpunkturinn er hjá Keldum. Umræddar frásagnir hafa, sem kunnugt er, verið not- aðar sem sönnunargögn fyrir því, að staðþekkingu Njálu- höfundar á Rangárvöllum sé næsta áfátt. Sú skoðun er eflaust ekki rétt. Þvert á móti bera þær þess vott, að hann hafi hvergi í Rangárþingi haft svo örugga stað- þekkingu sem við Eystri-Rangá og þá sérstaklega á al- mannavegum frá Keldum. Höfundur lætur þá Hlíðar- endamenn ekki ferðast á Keldnamannavegum vegna þess að hann þekki ekki aðrar og fyrir þá líklegri leiðir þar í byggðarlagi. Heldur af þeirri einföldu ástæðu, að Keldna- mannavegir stóðu skýrastir fyrir hugskotssjónum hans, er hann ritaði söguna. Vér getum meira að segja ekki varizt þeirri hugsun, að hugmyndin um það, að Gunnar hafi átt engjar í Landeyjum, fyrir sunnan Rangá, se sprottin af því, að Keldnabændur í tíð Njáluhöfundar hafi nytjað engjar þar á slóðum. Vér vitum, að Odda- og Keldnalönd gengu í sömu ættinni á 12. og 13. öld og að Keldnafjölskyldan átti báðar jarðirnar um 1270. Vér vitum einnig, að Keldur hafa ætíð verið engjarýr jörð. Meira að segja er kunnugt um það, að Keldnabændur stunduðu heyskap suður í Þykkvabæ, um eitt skeið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.