Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 41
Andvari
Sveitakonan — móðir og amma
37
landsetum sínum að sumu leyti, en ekki er það þó sjálf-
sagt, og ef eitt og eitt heimili hafði þessa vöru afgangs
heima þörfum, má af því draga dæmi, sem gefa í skyn,
að mikið hafi verið unnið innan bæjar úr ullinni.
Og hverjir afköstuðu þessu verki? Þessum hannyrðum?
Hvenþjóðin að sjálfsögðu, alltént að miklu leyti.
Karlmennirnir voru í herförum, eða fyrst og fremst
heræfingum, við fjárgeymslu, útróðra og s. frv.
Vinna kvenþjóðarinnar segir til sín sjálf, eða hefir sagt
til sín, allt til vorra daga.
I Noregi var griðkonum, þar í sveitum, sett fyrir, hve
^iklu þær skyldu afkasta af vefnaði á viku, að sögn
manna, sem þar dvöldu fyrir síðustu aldamót. Sú fyrir-
skipun var svo ströng, að stúlkurnar urðu að berjast um
1 vefstólnum 12—14 klst. á degi hverjum, til þess að
Seta lokið vikuverkinu. Þetta bendir til gamallar venju,
setn nú mun vera að leggjast niður.
Og hér á landi eru þær konur nýgengnar til moldar,
Se>n afköstuðu svo miklum tóskap, einar síns liðs, að
furðu gegnir.
Milli 1910 og 1920 hitti eg á Austurlandi móður dr.
^iörns Viðfirðings, þá um áttrætt. Hún hafði átt — þau
hiónin — 12 börn, ef eg man rétt, og bjuggu hjónin af-
S^ekkt. Börnin lifðu flest, ef eg hefi tekið rétt eftir. Þau
jráfóu a. m. k. mikla ómegð fram að færa. Maðurinn
ennar var snilldar skrifari og sá eg þó nokkurar bækur,
Seni hann hafði ritað, og sýndu þær settletursgerð, snar-
°nd og fljótaskrift. Þessi húsfreyja sagði mér, að hún
efði spunnið í vaðmál utan á allt sitt afkvæmi, sjálfa
Sl9 °g húsbóndann. En hann kembdi alla þá ull og þar
a auki hirti hann fénað sinn og ritaði bækur. Konan
Var enn vel útlítandi. Eg býst ekki við því, að þessi
°na hafi spunnið 12 álna garn á hverjum degi, svo