Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 32
28
Þjóðlið íslendinga
Andvari
rétt. Fulltrúum Þjóðliðsins voru veitt full fundarréttindi,
og þar með var þetta nýja félag viðurkenndur lögmætur
aðili; önnur félög höfðu þar ekki fulltrúa. ]ón Sigurðsson
á Gautlöndum setti fundinn kl. 10 f. h. og lauk honum
kl. 2 eftir miðnætti með all-löngu hléi um daginn, er
notað var til■ nefndarstarfa.
Hér verður fátt eitt sagt af fundinum.
Nefnd var sett í stjórnarskrármálinu, er kom fram
með uppásíungur til fundarályktunar, er hljóðuðu þannig:
»Fundurinn skorar á alþingi að láta endurskoðun
stjórnarskrárinnar ganga fyrir öðrum málum í sumar,
næst fjárlögum, og leyfir sér að krefjast þess, að það
leggi til grundvallar frumvarp það, er þingið 1873 sam-
þykkti, og sendi konungi til staðfestingar. Meðal annars
sérstaklega:
1. Fyrirmælin, er snerta jarl á íslandi.
2. að Island megi hafa sérstakan verzlunarfána.
3. að skipað yrði fyrir með lögum réttarstöðu þeirra
manna, er stæðu utan við þjóðkirkjuna.*
Auk stjórnarskrármálsins voru nokkur fleiri mál af-
greidd. Skal hér að eins nefnt alþýðumenntunarmálið.
sem mun lítið áður hafa verið rætt. Um það var eftir
nokkrar umræður samþykkt þessi ályktun.
»Fundurinn skorar á alþingi að taka alþýðumenntun-
armálið til meðferðar í sumar, og koma fastri lögbund-
inni skipun á uppfræðingu alþýðu um land allt, svo fuH'
kominni sem efni og kringumstæður leyfa.«
Umræður urðu allsnarpar og fjörugar á þessum fundi.
Menn riðu gunnreifir heim og bjartsýnir um framganS
málanna.
Nú var þjóðin aftur risin á legg með kröfur sínar.
Meginþorri kjördæma sendu fulltrúa. Þeir voru allir með
endarskoðun stjórnarskrárinnar. Menn voru þess full'