Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1938, Side 52

Andvari - 01.01.1938, Side 52
48 Frá óbyggðum II. Andvari hér við hinn mikla farandfjanda: flugsandinn. Neðan- vert í dalnum er jarðvegurinn þykkur og þrútinn af fok- leir (löss), svo að rætur plantnanna ná hvergi niður á fastan grunn. Þar er uppblástur að hefjast við götur og læki. Vindurinn sleikir burtu móhelluna og leirinn und- ir plönturótunum, svo að gróðurinn visnar og deyr. (Jm miðjan dalinn er landið örfoka með fáeinum holbekktum börðum, sem líkjast risuvöxnum sveppum. Þau hýma þarna á auðninni í algerðu vonleysi, eins og gamal- menni, sem bíða dauðans. Þó vita þau sínu viti og geyma glöggar menjar um öskufall og áfok óralangra tíma. Enn framar kemur svo hinn harðfengi og lífgjarni gróð- ur og nemur að nýju það land, sem uppblásturinn eyddi. Loks kemur annar í hans stað, fegurri að vísu en hóg- lífari en hann. Þetta er sagan. Við gistum á Lundarbrekku, þar sem Bárður bjó, sá er dalurinn er við kenndur. Síðar fluttist hann suður í Fljótshverfi með alla búslóð sína og fann þá Vonar- skarð, að því er Landnáma segir, og er sú ferð allfræg. Seinna á öldum týndist skarðið, unz Björn Gunnlaugs- son fann það og fór fyrstur manna í nýjum sið. í garð- inum á Lundarbrekku óx hvannstóð mikið og fagurt. Var hvönnin flutt þangað heim og sett niður hjá heimulu- njóla, en hvönnin óx njólanum yfir höfuð og lá við sjálft, að hún kæfði hann, áður en hann var fluttur til. Svona var sambúðin þar. Daginn eftir fórum við fram að Víðikeri. Það er ann- ar syðsti bær í Bárðardal austanverðum og stendur raunar uppi á hálsinum austan við dalinn. Bóndinn þar. Tryggvi Guðnason, var ráðinn til fylgdar við okkur, en hann var allra manna kunnugastur um vestanvert O- dáðahraun og afrétt Bárðdælinga. Hafði hann farið þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.