Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 12
IV Skúli Thoroddsen. |Andvari.
í Höfn, hafa lesið greinar hans eftir að þeir voru
komnir hingað heim aftur, alla þá tíð, sem Hörups
naut við. Um Skúla Thoroddsen var það ekki nema
sjálfsagt, að hann aðbyltist eindregið skoðanir vinstri-
mannu, því að hann sýndi það ávalt, að hann var
einhver allra róttækasti stjórnmálamaðurinn, sem ís-
land nokkru sinni hefir átt, en að þvi verður betur
vikið síðar. Hér skai þess að eins getið, að á stúd-
entabústaðnum Garði, en þar bjó Skúli iengst af Hafn-
arve.ru sinnar, er í annálum meðal annars getið um
stjórnmáiaskoðanir stúdenta þeirra, er þar bjuggu, og
er þess þar getið, að Skúli hafi verið ákveðinn vinstri-
maður og jafnframt, að hann bæði sökum sinna rót-
tæku skoðana og íslenzka lundarfars hafi verið »util-
gængelig« og um hitt er mér kunnugt, að hann las
jafnan síðan greinar Hörups með mikilli atbygli og
ánægju.
Á námsárum Skúla í Höfn stóðu lika talsverðar
deilur meðai lamfa þar og tók Skúli mikinn þátt í
þeim, enda var hann ávalt kappsmaður hinn mesti
og lítt um allan bræðing gefið.
Ettir að Skúli kom heim til íslands aftur, dvaldist
hann um hríð í Reykjavík og var um tíma settur
málafærslumaður við landsyfirdóminn, en 25. ágúst
1884 var hann settur sýslumaður í ísafjarðarsýslu og
bæjarfógeti á ísafirði, með þvi að sýslumaðurinn,
Fensmark að nafni, hafði þá verið suspendaður fyrir
sjóðþurð og margra ára fádæma óreglu og trassa-
skap í embættisfærslu.
Isafjarðarsýsla hefir jafnan verið með umsvifamestu
sýslumannsembættum landsins, og hefir það þvi verið
alt annað en létt verk og ekki fært nema afbragðs
starfsmanni að koma embættinu í lag á skömmum