Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 135
Andvari.]
Enska þingið
95
en á þennan hátl hefir Englendingum tekist að miklu
leyti, að losa sig við þá spillingu, sem er orðin svo
rótgróin hjá flestum öðrum þjóðum, að einstök gróða-
brallsfélög, reyni að nota fjárveitingavald þinganna í
eiginhagsmunaskyni.
Þá komum vér að því, sem er eitt hið merkileg-
asta atriðið í löggjafarstarfsemi brezka þingsins, því
atriði, sem er ólíkast því er tíðkast á öðrum þing-
um, og það er frumkvæði mála.
A næstum því öllum löggjafarþingum í öðrum ríkj-
um er allur fjöldinn af frumvörpum saminn af ein-
stökum þingmönnum. Auðvitað eru mörg þeirra sam-
in í flaustri, og oft, kanske oftast, er helber hreppa-
pólítík orsökin til þess, að þau koma fram. Þing-
menn vilja þóknast háttvirtum kjósendum og vinna
fyrir hagsmuni þeirra. Stundum er líka með í spil-
inu, meiri eða minni ljós von um eigin hagnað. Af
þessu stafar hinn endalausi reipdráttur og hrossa-
kaup, milli einstakra þingmanna og þingflokka, sem
er að verða eitt af mestu átumeinum þingstjórnar-
innar í flestum löndum. Vegna þess að lögin eru oft
samin í flaustri, þarf sífelt að breyta þeim eða jafn-
vel afnema þau með öllu. Vér þuríum ekki að fara
lengra en í Stjórnartíðindin íslenzku, til þess að sjá,
að á hverju þingi eru samin fleiri og færri lög til
þess að afnema eða breyta lögum frá næstu þingum
á undan. Þetta er alt öðruvísi á Englandi. Þar er
þingmönnum gert erfitt eða því nær óldeyft, að koma
frumvörpum gegn um þingið. Englendingar hafa þeg-
ar fyrir öldum síðan fundið það, að stjórnin með
allri þekkingu og reynslu, sem hún hefir eða getur
auðveldlega aflað sér, stendur ólíkt betur að vígi með
að semja góð og skynsöm frumvörp, heldur en þing-