Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 37
Andvari.l
Skúli Thoroddsen.
XXIX
Hér hefir þá verið vikið lítið að helztu æfiatriðum
Skúla Thoroddsens, sérstaklega að því er snertir afr
skifti hans af opinberum málum, en miklu fleira er
þó slept og alstaðar farið fljólt yfir sögu, og kemur
það bæði af því, að rúmið er takmarkað og að mig
brestur nægilegan kunnugleik til þess að lýsa æfi-
ferli hans svo að i lagi sé. Eg hef heldur ekki gert
neina lilraun til mannlýsingar eða til þess að lýsa
einkennum Skúla sem stjórnmálamanns, en rétt eftir
andlát hans flutti ísafold grein um þjóðmálastarfsemi
hans, sem eg hygg nærri lagi og set því hér með
örfáum úrfellingum:
»Er hann var orðinn sýslumaður í ísafjarðarsýslu
gerðist hann brátt umsvifamikill í störfum sínum.
Kom hann reglu á embœttisrekstur sýslunnar, er áður
þótti allmikið ávant. Tók og um sama leyti að garfa
f umbótamálum og framkvæmdamálum fyrir sýsluna,
átti mikinn þátt í kaupfélagsskaparstörfum vestra
og slóð fyrir honum um langt skeið, eða fram um
síðustu aldamót. Munu þeir ístirðingar kunna honum
maklegar þakkir fyiir það starf hans, er stórþýðingu
hafði á þeim tíma eigi síður en nú á dögum og
jafnvel miklu fremur til bætandi áhrifa á verzlunar-
ástandið.
Ekki voru menn á eitt sáttir um nýjungar þær
ýmsar, er hann vildi beitast fyrir, bæði sem embætlis-
maður og einstaklingur — en við það skirðist hann
ekki, ef hann taldi þær verða mundu til þrifa sýslu-
búum sínum. Yrði oflangt mál að telja þær hér. En
vert er að minnast, að hann gerði ítarlegar tilraunir
til þess að koma inn þeirri hugsun hjá mönnum, að
þeim bæri, hverjum í sínu lagi og öllum sama, að
sa/na i sjóði jé því er þeir mættu, svo að til fram-